Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 82
einnig meðal vörubílstjóra í Rvík, er fram á haustið
kom.
Skortur var enn á vinnuafli i sveitum, og var þvi
gripið til þess ráðs að fá þýzkt verkafólk til landbún-
aðarstarfa hér á landi. Var það ráðið til sveitavinnu
á íslandi i tvö ár. Þetta fólk var alls á fjórða hundrað,
flest frá Liibecksvæðinu,, og kom flest af þvi til ís-
lands í júní. Auk þessa verkafólks voru allmargar
þýzkar stúlkur fengnar til húsverka og starfa i sjúkra-
húsum í Reykjavík og víðar. Nokkuð af dönsku og
færeysku verkafólki starfaði einnig í landinu.
Talsvert var um vinnustöðvanir á árinu. Um miðjan
febrúar hófst vinnustöðvun á togaraflotanum, og stóð
hún þar til í marzlok. 1. apríl hófst verkfall vöru-
bílstjóra í Rvík, og stóð það í þrjár vikur. í april-
byrjun hófst og verkfall strætisvagnastjóra i Rvík
og verkfall bilstjóra á sérleyfisleiðum, en bæði þessi
verkföll stóðu stutt. í apríl hófst verkfall bifvélavirkja
í Rvík, og stóð það til 10. júlí. Verkamannafélagið
Dagsbrún í Rvík gerði verkfall um miðjan júní, en
það stóð stutt. Verkföll voru í nokkrum iðngreinum
á Akureyri um sumarið. 1. okt. hófst verkfall prentara
og bókbindara, en því lauk 4. okt. Ýmis minni háttar
verkföll voru á árinu. ,
Olafur Hansson.
^Ísímlfíjóðlist 1874—1918.
Inngangur.
1.
Árið 1874 hlaut ísland þau forráð sinna mála, að
mikil umskipti urðu frá því, sem verið hafði um
aldir, og merkum áfanga var lökið í baráttu þjóð-
arinnar fyrir frelsi sínu og möguleikum til hags-
bóta og menningarlegrar viðreisnar. Enda varð sú
raunin, að þótt seint sæktist fyrstu árin eftir 1874,
(80)