Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 106
tug. Það voru auk Matthíasar þeir Jón Thoroddsen
og Gestur Pálsson. Þau fimm skáld, sem ég hef þegar
um fjallað, voru öll synir enibættis- eða efnamanna,
en faðir Matthiasar var fátækur bóndi. Matthías
komst því seint til þess náms, sem var skilyrði fyrir,
að hann hlyti það embætti, er hann gegndi i rúman
aldarfjórðung. En Matthías var af gáfuðu fólki kom-
inn, og hann var uppalinn í héraði, þar sem þá var
meiri áhugi fyrir framfaramálum íslendinga og auk-
inni andlegri menningu en i nokkru öðru héraði á
landinu. Matthías stundaði sveitavinnu, reri á sjó
og var búðarmaður, fékk tilsögn i ýmsum fræðigrein-
um, kynntist fólki af mörgum stéttum — og lifði
lífinu spriklandi af fjöri, með auga á hverjum fingri
— og með eyrun opin fyrir þvi, sem sagt var, hvort
sem sá, er talaði, var talinn lítilla gáfna eður vel
að sér andlega, og það samband hans við allan þorra
manna, unga og gamla, háa og lága, fróða og fá-
kunnandi, sem hófst á þessum árum, varð traustur
grundvöllur að þvi innilega samfélagi við íslenzku
þjóðina alla, sem hann lifði í sem skáld og maður
til æviloka. Matthías átti ekki kost á að stunda há-
skólanám, en árið 1867 varð hann prestur á Kjal-
arnesi. Þar var hann í sex ár, var i finnn ár ritstjóri
Þjóðólfs, en síðan klerkur i Odda og á Akureyri,
unz hann aldamótaárið hlaut heiðurslaun frá Al-
þingi sem höfuðskáld íslendinga. Hann lézt á Akur-
eyri árið 1920 — og hafði þá um langt skeið verið
elskaður og virtur af öllum og honum verið sýndur
margs konar heiður, •— og enn hefur orðstír hans
vaxið, að honum látnum, svo að nú er á hann litið
ekki einungis sem eitt af höfuðskáldum okkar og
andans stórmennum fyrr og síðar, heldur og sem
persónugerving flestra hinna beztu og jákvæðustu
eiginda, sem þróazt hafa með íslendingum.
Þó að séra Matthias hefði ekki ástæður til að
stunda háskólanám erlendis, hefur vart nokkur is-
(104)