Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 116
Matthias hafði með ljóðum sinum og þýðingum
mikið gildi fyrir þau skáld, sem voru yngri en hann,
en bein áhrif mundi hann einna helzt hafa haft á
Guðmund Friðjónsson, þó að því fari fjarri, að Guð-
mundur stæli hann — og mætti frekar segja, að séra
Matthías hafi gefið honum fordæmi um nám máls
og hátta í ríki islenzkra fornbókmennta.
Merkast alls þess, sem séra Matthías eftirlét þjóð
sinni, voru frumort ljóð hans. Af leikritum hans eru
tvö merkust, hvort á sinn hátt — og bæði þjóðleg,
Skuggasveinn og Jón Arason. Sögukaflar séra Matt-
hiasar úr ævi hans og bók hans Frá Danmörku eru
.merkisrit, en ekki er nokkurt rit eftir hann fróðlegra
til þekkingar á menningarlifi okkar um meira en
hálfrar aldar skeið — og um leið um þetta mikil-
menni andans með smáþjóð á hala veraldar — en
hréf hans. Af einstökum þýddum kvæðum, er séra
Matthías gaf þjóð sinni, eru engin vinsælli en kvæði
sænsk-finnska skáldsins J. L. Runebergs úr Sögum
Stála undirforingja — og Þorgeir í Vík eftir Henrik
Ibsen, en eftir Ibsen þýddi hann og hið mikla skáld-
rit Brand. Svo sem áður getur, hefur Friðþjófssaga
sænska stórskáldsins Esaisar Tegnérs orðið einstök
að vinsældum á Islandi, enda söguljóð, þar sem fer
saman næmur skilningur á norrænum anda, skemmti-
leg frásögn, rómantiskar ástir og ástarsorgir, hetju-
leg afrek — og loks allfjölbreyttir, en alþýðlegir
bragarhættir. Þá eru hinar stórbrotnu þýðingar séra
Matthíasar á Manfred Byrons lávarðar og á leikrit-
um Shakespeares, Hamlet, Romeo og Julia, Macbeth
og Othello. Loks má geta þýðingar séra Matthiasar
á Sögum herlæknisins —■ eftir Zakarias Topelius,
nokkru yngri landa Runebergs. Sú þýðing er mjög
lausleg, en hins vegar afar lipur og eðlileg — og
njóta sögurnar sín mjög vel i þeim búningi, sem
séra Matthías hefur gefið þeim.
Magnús, sonur séra Matthíasar, kostaði nokkrum
(114)