Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 77
Hvalskers og frá Hvalskeri suður á Rauðasand sjálf-
an. Unnið var að vegi yfir Hálfdan milli Eysteins-
eyrar i Tálknafirði og Bildudals. Rafnseyrarheiðar-
vegur milli Þingeyrar og Rafnseyrar var nær full-
gerður, og stendur hann í sambandi við bílferju á Arn-
arfirði milli Bildudals og Rafnseyrar. Unnið var að
Inn-Dýrafjarðarvegi. Óshlíðarvegi milli Bolungavík-
ur og Hnífsdals var lokið að mestu, og fóru bifreiðar
að fara hann í október. Unnið var að SúðavikurvegL
Þá var og unnið að vegagerð i Bjarnarfirði syðra á
Ströndum. Bitruvegi var að mestu lokið, og unnið var
að Hrútafjarðarvegi. Unnið var i Norðurárdal i Skaga-
firði og á Öxnadalsheiði. Er þeirri vegagerð nú að
mestu lokið, og er hún mikil samgöngubót. Allmikið
var unnið annars staðar i Skagafirði, t. d. í Út-Blöndu-
hlíðarvegi o. v. Unnið var í Svarfaðardal og Hörgár-
dal, í Höfðahverfi og í Ljósavatnsskarði, enn fremur
í Köldukinn og Laxárdal. Unnið var að Kópaskers- og
Raufarhafnarveg'um og að vegi upp með Jökulsá á
Fjöllum að austan, svo og að Bakkafjarðarvegi frá
Þórshöfn til Skeg'gjastaðahrepps, og er sá vegur nú
langt kominn. Unnið var að vegagerð í Vopnafirði,
Jökuldal, Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghá, Borgarfirði
eystra og á Fjarðarheiði. Oddsskarðsvegur milli Norð-
fjarðar og Eskifjarðar var opnaður fyrir umferð i
ágúst, og komst þá Neskaupstaður í samband við ak-
vegalcerfi landsins. Þessi vegur er einn hæsti fjall-
vegur á íslandi, liggur um 700 m yfir sjávarmál, þar
sem hæst er. Unnið var að veginum milli Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðsfjarðar, enn fremur i Breiðdal og
Berufirði. Unnið var að vegagerð i Lóni og Hornafirði,
Skaftártungu og Mýrdal. Suðurlandsvegur var endur-
bættur, einkum í Eyjafjallasveit, Landeyjum og á
Rangárvöllum. í Árnessýslu var unnið i Hrunamanna-
hreppi, að Skálholtsvegi og í Laugardal. Nokkuð var
unnið að lagningu og viðhaldi fjallvega. 1 þessu sam-
bandi má geta þess, að i september var farið i fyrsta
(75)