Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 129
um til spurninga í Vallanesi. Einn dag sem oftar bar
það við, að prestur vildi reyna lestrarkunnáttu Sig-
urðar. Er ekki annars getið en að það gengi þolan-
lega, þar til að því kom, að nafnið Belsebub varð
fyrir i bókinni, en Sigurði leizt orðið torkennilegt og
hikaði við. Horfir hann nú um hríð á orð þetta og
reynir að kveða að þvi með sjálfum sér, þar til hann
segir stundarhátt: „Birkibiskup.“ „Þetta er nú vist
ekki rétt lesið, Sigurður minn,“ seg'ir prestur. „Viltu
ekki athuga það betur?“ Sigurður hvessir þá sjónir á
orðið enn nokkra hrið og segir svo: „Erkibiskup.“ Þá
gat prestur ekki að sér gert, leit undan, brosti við
og mælti stillilega: „Skárri var það nú erkibiskupinn."
Ég söng bænina!
Á Melrakkanesi við Álftafjörð eystra bjuggu um
miðja 19. öld bræður tveir, Björn og Eyjólfur. Miklir
voru þeir fyrir sér til alls er vinna þurfti, en um
gáfur þeirra er minna getið. Það er i frásögur fært,
að eitt sinn, er Eyjólfur las húslestur, varð honum
það á, að hann söng bænina i stað þess að lesa hana
eins og venja var. Þegar lestrinum var lokið, reis
Eyjólfur á fætur og mælti með allmikilli þykkju:
„Þennan dj.... á ég allan upp á þig, Björn bróðir.
Ég söng bænina.“
Mesta handaskömm.
Eitt sinn bar svo við í Húsavík nyrðra, að þangað
kom svín með kaupskipinu. Átti kaupmaður grip-
inn, og var mörgum forvitni á að sjá og skoða ný-
hmdu þessa. Er liér einkum til nefndur bóndi einn
framan úr dölum. Hafði hann aldrei séð svin og gerði
sér helzt i hugarlund, að þetta væri einhver smiðis-
gripur, en virtist það þó alltof ólögulegt til þess að
slíkt gæti verið komið frá útlöndum og spurði ein-
ltvern nærstaddan, hvort það væri nú víst, að þetta
væri ekki smiðað á íslandi. „0, langt frá,“ segir mað-
(127)