Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 80
áður 3.8 millj. kr.), til Tríest 1.2 millj. kr. (árið áður
1.2 millj. kr.), til Sviss 1.1 millj. kr. (árið áður 0.7
millj. kr.). Nokkur útflutningur var og til Noregs,
Brasilíu, Ungverjalands, írlands, Kúba, Belgíu, Liba-
nons o. fl. landa.
.Verzlunarjöfnuður var óhagstæður. Andvirði inn-
fluttra vara nam 424.3 millj. kr. (árið áður 457.3 millj.
kr.), en andvirði útfluttra vara 289.2 millj. kr. (árið
áður 395.7 millj. kr.). Innieignir bankanna erlendis
voru í árslok um 12.5 millj. kr.
Mikiívægustu innflutningsvörur voru ýmiss konar
vélar (aðallega frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Dan-
mörku, Sviþjóð, ítalíu, Tékkóslóvakíu, Sviss og Hol-
landi), skip (aðallega frá Danmörlcu, Bretlandi og
Svíþjóð), olíuvörur (aðallega frá Venezúela og Holl.
Vestur-Indíum, en nokkuð frá Bandaríkjunum og
Bretlandi), kornvörur (mest frá Bandaríkjunum og
Kanada), trjávörur (mest frá Finnlandi og Sviþjóð),
pappírsvörur (mest fráFinnlandi, Bandaríkjunum og
Bretlandi), ýmsar málmvörur (mest frá Bretlandi,
Ítalíu, Frakklandi, Belgíu og Bandaríkjunum), álna-
vara og fatnaður (mest frá Bretlandi, Hollandi og
Tékkóslóvakiu), kol (frá Póllandi og Bretlandi), bílar
(aðallega frá Bandarikjunum, Bretlandi og Tékkó-
slóvakiu), áburðarvörur (frá Noregi, Belgíu, Kanada
og Frakklandi), feitiefni (mest frá Bandarikjunum,
Bretlandi, Hollandi og Sviþjóð), sement (frá Dan-
mörku og Bretlandi), sykurvörur (mest frá Dan-
mörku, Tékkóslóvakíu, Bretlandi og Póllandi) og kaffi,
krydd og aðrar nýlenduvörur (aðallega frá Brasilíu,
Bretlandi og Hollandi).
Af útflutningsvörum varð freðfiskur mikilvægastur
(árið áður ísfiskur). Nam verðmæti freðfisks nú um
þriðjungi af verðmæti heildarútflutningsins, en verð-
mæti isfisks rúmum fjórðungi. Freðfiskurinn var mest
seldur til Bretlands og Þýzkalands, en auk þess tals-
vert til Tékkóslóvakíu, Hollands, Bandarikjanna, Aust-
(78)