Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 83
þá urðu þarl)ó vatnaskil um framfarir og framgang
allan með íslendingum. Þrjátíu árum síðar tókst
að bæta aðstöðuna til hraðari framsóknar að því
marki, sem ýmsir höfðu séð skýrt, en aðrir í hill-
ingum frá því að baráttan hófst. Og 1918 varð þvi
marki náð: þá viðurkenndu Danir það í verki, sem
Jón Sigurðsson og aðrir höfuðsmenn í brjóstfjdkingu
íslendinga höfðu haldið fram, að ísland væri hvorki
hjálenda Dana né óaðskiljanlegur hluti Danaveldis,
heldur sjálfstætt ríki, sem aldrei hefði látið af hendi
rétt sinn til fullra forráða sínum málum. Með þessu
var loku fj'rir það skotið, að dönslc stjórnarvöld
gætu haft nokkur afskipti af íslenzkum málum —
og þar með íslendingum að fullu i sjálfsvald sett
að „leiða sjálfir sjálfa sig“. Það er svo alls ekki ófróð-
legt fyrir okkur að leitast við að gera okkur grein
fyrir, hve mjög og hvert okkur miðaði á hverju sviði
umbóta og menningarmála frá því, að við fengum að
allmiklu leyti forráð atvinnu-, félags- og fjármála
og þangað til réttur okkar til fullltomins sjálfstæðis
var viðurkenndur af þeim aðila, er yfir honum
hafði setið, og við urðum að fullu sjálfráðir um,
hversu til tækist um hvað eina; er velferð okkar
varðaði.
Nú mun öllum það Ijóst, sem var okkur ekki lítill
styrkur í uppgjöri okkar við Dani, að framfarirnar
á flestum sviðum urðu stórfelldari á þessu skeiði
en jafnvel bjartsýnustu menn hafði órað fyrir. Hins
vegar þarf engum, sem ber skyn á bókmenntir, að
koma það á óvart, þó að sú verði niðurstaðan, þegar
svipazt er um á sviði íslenzkrar ljóðlistar frá þessu
tímabili, að ekki hafi þar orðið slík þáttaskil sem
á flestum öðrum sviðum, — því að ljóðlist íslend-
inga hafði á öðrum fjórðungi 19. aldarinnar átt sér
slikt blómaskeið, að vafasamt er, hvort hún hefur
nokkru sinni, fyrr eða síðar, lifað jafnunaðslegt
gróðrarvor, og höfðu þar forn ljóðhefð, fornaldar-
(81)