Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 84
ljómi, frelsishugsjónir, framfaraþrá og framtiðar-
sýnir sín áhrif á gróskuna jöfnum höndum.
2.
Hver voru svo skáld okkar 1874?
Elztur af stórskáldum þeim, er voru enn i fullu
fjöri, en um leið ókunnastur öllum þorra manna, var
Grímur Thomsen, fæddur árið 1820. Hann var fyrir
átta árum kominn úr víking, setztur að á höfuðbólinu
Bessastöðum og tekinn að hafa mikil afskipti af þjóð-
málum. Rúmum sex árum yngri var Benedikt Svein-
bjarnarson Gröndal. Hann hafði verið lengi erlendis,
eins og Grímur, en kom heim haustið 1874 og hlaut
kennaraembætti við lærða skólann. Hann var þá
orðinn alkunnur af ljóðum, sem birzt höfðu i Svöfu,
Gefn og viðar, en þó ekki sízt fyrir hina kostulegu
sögu sína, Heljarslóðarorustu. Þá var Steingrimur
Thorsteinsson, fæddur 1831. Hann var fyrir tveim
árum orðinn kennari við lærða skólann, og vinsæll
var hann orðinn af kvæðum, frumsömdum og þýdd-
um, sem birzt höfðu á við og dreif. Fjórða stórskáldið
var séra Matthías Jochumsson, fæddur 1835. Hann
hafði i sex ár verið prestur í nágrenni við Reykja-
vik, en einmitt þjóðhátiðarárið varð hann ritstjóri
Þjóðólfs. Hann varð strax á skólaárum sínum kunn-
ur sem skáld, og árið 1874 var hann orðinn mikils
metinn fyrir frumort kvæði sín og fyrir leikritið
Útilegumennirnir (síðar Skuggasveinn). Þó unni öll
alþýða honum ef til vill mest vegna þýðingar hans
á Friðjjjófssögu Tegnérs. Var þ.að alllengi, að þeir
Benedikt Sv. Gröndal, Steingrimur og séra Matthías
voru taldir höfuðskáld þjóðarinnar, og valt á ýmsu
um það, hver mestur væri i augum þorra manna. Þó
mun það hafa verið svo, að fram að árinu 1874 hafi
Gröndal verið þeirra mest metinn af almenningi,
en með þjóðhátíðarkvæðum sinum hafi þeir öðlazt
hærri sess hjá mjög mörgum, Steingrimur og Matt-
(82)