Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 69
vísindum við landbúnaðarháskólann i Fargo, N.-Dak-
ota. Ragnar Thorarensen lauk doktorsprófi i rafmagns-
verkfræði við Stanfordháskóla í Kaliforniu. Tryggvi
B. Líndal frá Lækjamóti lault prófi i efnaverkfræði í
Massachusetts.
[Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um háskólapróf íslendinga erlendis á
undanförnum árum.]
101 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum í Rvík.
Fimm þeirra hlutu ágætiseinkunn, Steingrimur Bald-
ursson, 9.62, Benedikt Sigvaldason, 9.50 (báðar þess-
ar einkunnir eru ný met), Guðmundur Pálmason (hinn
þjóðkunni skákmaður), 9.00, Sigurður Borgar Sveins-
son, 9.00, og Þór Vilhjálmsson, 9.00. Úr Menntaskól-
anum á Akureyri útskrifuðust 54 stúdentar. Hæsta
einkunn hlaut Steingrímur Arason, I. eink., 7.45 (eft-
ir Örsteds einkunnastiga). Úr Verzlunarskólanum i
Rvík útskrifuðust 17 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut
Þórður B. Sigurðsson, ágætiseink., 7.51 (eftir Örsteds
einkunnastiga).
334 nemendur gengu undir landspróf (miðskólapróf),
og af þeim hlutu 202 þá einkunn, sem krafizt er til
inngöngu i mennta- og kennaraskóla. Tveir nemendur
hlutu ágætiseinkunn, Hörður Halldórsson, 9.12, og
Benedikt Bogason, 9.00. Úr framhaldsdeild Hvann-
eyrarskóla útskrifuðust 8 búfræðikandidatar.
Samgöngur. Flugsamgöngur voru greiðar, bæði til
útlanda og innanlands. Kvað talsvert að vöruflutn-
ingum loftleiðis innanlands, t. d. milli Rvíkur og
Hellissands og Rvikur og Öræfasveitar. í harðindun-
um um vorið voru fóðurbirgðir stundum fluttar loft-
leiðis. — Strandferðir voru með likum hætti og áður.
Siglingar voru allmiklar til meginlands Evrópu, Bret-
lands og Ameriku. Önnuðust þær bæði islenzk skip
og erlend leiguskip. „Hekla“ fór um sumarið allmargar
ferðir til Glasgow. Flutti hún íslenzkt ferðafólk til
Glasgow og brezkt ferðafólk til tslands. Hin nýju skip
(67)