Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 88
föður síns, sem var gáfumaður og áhuga-, og mun
mega fullyrða, að þar hafi verið vandlega um það
rætt, sem var að gerast í sjálfstæðismálum þjóðar-
innar — og hverju það mundi breyta til batnaðar i
afkomu hennar og andlegri menningu. Hannes Haf-
stein var á þrettánda ári, en hinn gáfaði og strax
glæsilegi og framsækni sonur amtmannsins á Möðru-
völlum mun ekki hafa farið varhluta af þeirri hrifn-
ingu, sem greip allan fjöldann af íslendingum á hin-
um miklu tímamótum. Einar Benediktsson var að-
eins á tíunda ári 1874, en hann var sonur Benedikts
Sveinssonar, hins fræga ákafamanns, foringja í frels-
isbaráttunni og eins hins mælskasta ræðuskörungs
á þingi íslendinga. Þarf engum getum að þvi að
leiða, að hinn áhrifanæmi og framskyggni hugur
sveinsins hafi hafizt i hæðir hrifningar og fagurra,
en ef til vill allhillingakenndra sýna. Og vist er um
það, að allir þessir upprennandi menn, sem hér
hefur nú verið á drepið, urðu áhugamenn um sjálf-
stæðis- og framfaramál íslendinga — og gengu flestir
fram fyrir skjöldu i baráttunni gegn tregðu Dana
og vanafestu og þorleysi íslendinga sjálfra.
3.
Nú virðist mér rétt, að við svipumst nokkru víðar
um svið bókmenntanna, áður en við víkjum að Ijóða-
gerð íslendinga eftir 1874.
Skynsemistefnan, rationalisminn, í bókmenntum,
trúmálum og þjóðmálúm helztu menningarlanda hins
vestræna heims, leiddi það af sér, að almenningi
og hans högum var meira sinnt en áður, og höfðum
við sitthvað gott af þessari stefnu, íslendingar. í
hennar anda voru þær tilraunir, sem danska stjórnin
gerði til þess að bæta atvinnuvegina hér á landi, og
það bezta i þessari stefnu var önnur aðallíftaugin i
starfsemi Eggerts Ólafssonar og í kveðskap hans, en
í íslenzkum bókmenntum á hún sér engan fegurri
(86)