Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 102
Steingrímur var lærður mjög í grísku og latínu,
og bókmenntamaður var hann mikill. Hann þýddi
Lear konung eftir Shakespeare, Axel eftir Tegnér,
höfund Friðþjófssögu, nokkur kvæði eftir Byron og
mörg kvæði ýmissa annarra merkisskálda. Voru ljóða-
þýðingar hans snjallar, þó að ekki næði hann þar séra
Matthíasi, en þýðing hans á Þúsund og einni nótt og
á tveggja binda úrvali úr ævinntýrum H. C. Ander-
sens voru með ágætum á sinni tið, og miklar vin-
sældir hlutu tvær indverskar sögur, sem hann þýddi.
Vann hann íslenzkum bókmenntum mikið gagn með
þessum og öðrum þýðingum sínum, og þá urðu lag-
textar hans, þýddir og frumsamdir, mjög til að lyfta
undir söngkennslu og söngáhuga þjóðarinnar, um
leið og þeir öfluðu Steingrími mikilla vinsælda sem
ljóðskáldi.
Steingrimur var unnandi islenzkrar náttúru, og
að Jónasi liðnum hefur engu íslenzku skáldi áunnizt
eins og honum um það að opna augu alls þorra manna
fyrir fegurð og tign landsins. Hann orti og fjölmörg
kvæði um náttúru þess og þann unað, sem hún hefur
að bjóða. Mikið þótti um'skeið koma til hinna löngu
kvæða hans um sveitir og héruð, svo sem Gilsbakka-
tjóða og kvæðisins um Hvalfjörð. En ég hygg, að um
þau megi svipað segja og sum dáð kvæði séra Matt-
híasar, sem mjög eru hliðstæð, að þar sé frekar um
að ræða rímaða landafræði með upplifgandi og upp-
byggilegri skírskotun til sögunnar heldur en fagran
og andríkan skáldskap. Hins vegar eru kvæði eins
og Háfjöllin og Frjálst er í fjallasal hressandi og örv-
andi, yfir þeim heiðrikja, sólglit og ilmur af kjarn-
gresi, og Þúsund ára sólhvörf, Systkinin á berjamó
og sum ltvæði Steingrims um sumarsælu í sveit,
þá er
„bændabýln þekku
bjóða vina til
bátt und hlíðarbrekku,
hvít með stofuþil",
(100)