Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 98
dórsson í Laufási kvað vísur þær, er hann kallar
Hið nýja skúldakyn:
„Með himin-Ijósa leiftur-síum
og logavanda regin-hvin
fer hvítfyssandi á hróðar-dýjum,
sem hrönn, it nýja skáldakyn.
En hvar er andi, hvar er mergur,
og hugvits-unn, af djúpi er rís?
Æ, kemur enginn, er þér bergur
úr eldaflaumi, braga-dís.“
Annars mun Gísli Brynjúlfsson hafa dregið nokk-
urn dáin af Gröndal um orðaval og blæ ljóðanna -—
eða af sömu skáldum og Gröndal hafði orðið fyrir
áhrifum af. En víst má telja, að Kristján Fjallaskáld
hafi verið undir áhrifum frá Gröndal um orðaval
og stil —- og hafi áhrifin heft eðlilega þróun skáld-
skapar Kristjáns til sérstæðs og persónulegs forms.
Þrátt fyrir ágalla sína orti samt Gröndal fögur kvæði
— og virðast mér þar bera af nokkur látlaus smá-
ljóð, en einnig sum kvæði lians undir fornyrðislagi,
svo sem Flosi, og er sem ró bragarháttarins og forn-
íslenzk ljóðhefð dragi úr hinum seinrómantísku öfga-
áhrifum. Mjög vinsælt var kvæðið Balthazar, enda er
í því allmikið af þeim blæ, sem er á frásögn Daníels-
bókar um þann atburð, sem skáldið gerir að yrkis-
efni. En hugmyndaflug, orðauðgi og skáldleg blæ-
brigði eru viða í þeim kvæðum Gröndals, þar sem
misfellur um orðaval og bláþræðir á taug hughrif-
anna valda því, að þau hafa glatað gildi sinu í aug-
um þeirra, sem krefjast fágunar og samfellds og
efninu samræms stílblæs.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Grömfal
var maður með afbrigðum fyndinn, þá er hann vildi
það viðhafa. Þessa gætir meira og minna í flestu,
sem hann hefur ritað í óbundnu máli, í ævisögu
hans, bréfum, blaðagreinum og háð- og ádeilurit-
um, svo að ekki sé nú vikið að djásni því, er hann
(96)