Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 90
en Jón fegraði formið, þá er hann skar háleitri er-
lendri myndauðgi og voldugri andagift klæði úr
voðum íslenzks alþýðumáls, prýdd glitsaumi gull-
aldartungutaks og sniðin sem hinn látlausa, en tigna
búning fornra íslenzkra og norrænna ljóða.
Það eru þvi þeir Eggert og séra Jón, sem hefja
bókmenntalega endurreisn á Islandi. Siðan koma
þeir Bjarni, Sveinbjörn Egilsson og Jónas Hallgríms-
son. Bjarni les grisk kvæði og rómversk, íslenzkar
fornbókmenntir og þýðingar Jóns Þorlákssonar, og
hann hlýðir í Kaupmannahöfn á fyrirlestra Henrichs
Steffens og lcs ljóð Oehlenschlagers og fleiri mikilla
rómantískra skálda. Hann jók á reisn islenzkra bók-
mennta og islenzks metnaðar, þvi að karlmennska
hans, myndauðgi og mannvit tendraði ungum mönn-
um aðdáun, blés þeim i brjóst styrk og vakti þeim
stóra drauma. En hann var of sérstæður og átti ekki
nógu voðfellt og um leið glæsilegt form til þess að
hafa mikil bein áhrif á bókmenntirnar í samtíð og
framtið. Hann er sérstæður og stórfenglegur drang-
ur í miklum brimsjó mikilla tíma — eitt hið mikla
og tigna hjarg mannvits og þróttar, sem rísa einstaka
sinnum, svo sem fyrir áhrif jarðskjálfta, úr hafi alda
og þjóðmenninga. Sveinbjörn Egilsson var með af-
brigðum fróður um íslenzkar fornbókmenntir og
islenzka tungu og hafði frábæra þekkingu á grísk-
um og latneskum bókmenntum. Hann samræmdi
fagurt og kjarnmikið íslenzkt alþýðumál og tigið
málfar íslenzkra gullaldarbókmennta grískri há-
menningu i lýsingum og frásagnarhætti, þá er hann
þýddi kviður Hómers, og hann hafði sem kennari
mikil áhrif og varanleg á menn eins og Jónas Hall-
grímsson, Jón Thoroddsen, Gísla Brynjúlfsson, Bene-
•dikt son sinn og Steingrím Thorsteinsson. Jónas
Hallgrimsson varð fyrir margvíslegum hughrifum
■enn þá evrópskari skáldlistar en Bjarni. Hann þá í
wöggugjöf frábært listfengi og einstæða smekkvísi,
(88)