Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 40
nú hægra um vik og betri tíma til að sjá um verkið
og herða á þvi en þegar hann kom þarna fyrst, því
að nú hafði hann lækni sér til aðstoðar við meðferð
sjúklinganna og 2 hjúkrunarkonur. En haustið 1925
(vorið hér) hófst hallæri mikið og sultur i Lambarene
og þar i grennd, svo að engar horfur voru á, að unnt
yrði að fá þar banana eða önnur matvæli handa sjúk-
lingunum. Tók Schweitzer það þá til bragðs að flytja
sjúklingana og spitalann upp eftir ánni og reisa hann
á hentugum stað ofar við hana, þar sem vistir feng-
ust nægar. Var þar höggvið rjóður i frumskóginn og
nýtt sjúkrahús reist þar, stærra en hið fyrra, en jafn-
framt var sjúklingum sinnt sem áður, meðan á þvi
stóð. Haustið 1927 fór Schweitzer aftur heim til Norð-
urálfu til þess að leggja siðustu hönd á bók um dul-
speki Páls postula, er hann ritaði i hjáverkum sin-
um, en mestum þeim tíma, sem hann dvaldi þar i
það sinn, varði hann til að ferðast um og flytja er-
indi og organtónleika til þess að afla fjár til reksturs
spítalans og lækningastarfseminnar í Afríku. Sneri
hann aftur þangað 1929 og dvaldi þar enn samfleytt
til 1932, en næstu árin fór hann stuttar ferðir til
Norðurálfu i fjáröflunarskyni og flutti erindi og org-
anhljómleika á ýmsum stöðum, eins og áður, i siðasta
skiptið fyrir heimsstyrjöldina siðari árið 1935. Árið
eftir, 1936, sneri hann aftur til Afríku og var þar
til 1939, þegar síðari heimsstyrjöldin skall á. Kona
hans var þá komin aftur til hans fyrir löngu, og er
mælt, að þau hjónin hafi átt kost á þvi að hverfa
þaðan i ófriðarbyrjun, en ekki þegið, vegna þess að
þeim hafi fundizt, að þau mættu sízt missast frá starfi
sínu þarna þá. Nú fengu þau að vera i friði fyrir
styrjaldaraðilum, og er samgöngur tókust af við Norð-
urálfu og nauðsynja varð ekki aflað þaðan, tóku
vinir og dáendur Schweitzers i Bandaríkjunum að
sér að sjá lækningastöð hans fyrir öllu, sem hún
þurfti. Þarna voru þau hjónin allan ófriðinn og meira
(38)