Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 17
11
ur minkum. Við rífum niður en byggjum ekki upp. Þegar
við vinnum á þennan hátt og ætlum okkur þó að ná
einhverju göfugu takmarki verður okkur ekkert ágengt.
Það fer fyrir okkur eins og manni, sem ber vatn í hripi
eða fléttar reipi úr sandi; við vinnum fyrir gíg.
Þessi starfsaðferð er þannig vaxin, að hún er löngu
úrelt orðin, og ætti að vera á glæ kastað. Okkar fá-
menna þjóðfélag má ekki við því, að starfskraftarnir séu
eins sundurleitir og dreyfðir og nú á sér ,stað. Má ekki
við því, að eitt aflið vinni á móti öðru og spilli þannig
fyrir eðlilegum þroska og viðgangi. Það má ekki við því,
að hver höndin sé upp á móti annari.
Nú fremur en nokkru sinni áður er þörf á öruggum
huga og einbeittum vilja. Nú, fremur en nokkru sinni
áður, er þörf á sterkri hendi og hraustum tökum. Nú,
fremur en nokkru sinni áður, er þörf á fótfestu og bratt-
gengi. Nú, fremur en nokkru sinni áður, er þörf á göf-
ugu hugarfari og heilu hjarta. Og nú, fremur en nokkru
sinni áður, er þörf á að allir þessir kraftar séu samein-
aðir og þeim bent í rétta átt, stefnt að vissu marki.
Verkefni og möguleikar til starfa er hvarvetna að finna.
A sviði vísinda og lista í ótal myndum, uppgötvana og
skýringa. Á sviði mentunar og hverskonar menningar,
trúar og siðgæðis. Og loks bíða atvinnuvegirnir eftir
höndum, sem lyfti þeim á hærra stig umbóta og eflingar.
Landið er nærri alt óræktað milli fjöru og fjalls, en frjó-
öflin í skauti þess ótæmandi uppspretta auðs og verð-
mæta. Það er hrjóstrugt og nakið eftir rányrkju þúsund
ára. Gróðrardísin er flúin, af því forfeður okkar hafa ekki
metið hana sem vera bar, og landið okkar er eins og
fugl, sem búið er að reita af fjaðrirnar. Okkur verður gramt
í geði við að bera saman landið, eins og því er lýst í
Landnámu og landið, eins og það ber nú fyrir sjónir okkar.
Ekki verður sá samanburður íbúunum í hag. Ekki ber