Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 20

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 20
14 En það verður margfalt fegurra og auðugra, ef því er sómi sýndur. Pað þarf að skapa landið, breyta því og bæta. Það þarf að virkja fossana, veita vatni á engjarnar, slétta þær og rista fram, slétta túnskeklana og búa til ný tún, slétta úr þúfunum í öllum móunum milli fjalls og fjöru, vernda skógarleifarnar og gróðursetja nýja skóga í fjalla- hlíðunum og heiðunum og við bæina, reisa við gömlu bæina og byggja nýbýli. Mörg eru störfin, sem fyrir liggja, og vel þarf að halda á spöðunum, áður en þetta er kom- ið í kring. En hálfnað er verk þá hafið er, og takmark- ið getur verið fagurt og heillandi að stefna að því, þótt það sé langt fram undan. Á þessu verðum við að byrja strax; því fyr sem byrjað er, því fyr verður árangurinn sýnilegur. Takmarkið er vel ræktað land og vel byggilegt. Þetta á æska landsins, vormennirnir að taka á stefnuskrá sína. Þetta á að vera fegursta hugsjón okkar. Henni eigum við að helga krafta okkar óskifta. Um hana eig- um við að sameinast, bindast óslítandi böndum. — Eg trúi því, að þetta land verði fegurra, auðugra og betra en flest önnur, þegar við erum búin að skapa það. Þess tíma verður líklega nokkuð Iangt að bíða, á okkar mæli- kvarða. En hann kemur, og þó að við, sem nú liíum, sjáum ekki verk okkar fullkomnað, þá getum við verið glöð, að bera gæfu til að vinna fyrir þetta göfuga málefni. Eg sé í anda framtíðarlandið: Fjöllin og hlíðarnar eru skógi vaxin, en akrar og tún hið neðra. Bæirnir eru reisulegir og þjóðlegir. Við þá eru trjá og blómagarðar, sem setja svip á heimilin. í íbúðarhúsunum íslensk hús- gögn, unnin af íslenskum höndum, vel valin bókasöfn og blóm í gluggunum. Þá verður bjart yfir landinu okk- ar. Sveitafólkið vill ekki skifta um kjör við annara stétta fólk; það unir æfi sinna daga fram í dölunum því að þar er alt, sem það finnur fegurst, alt sem það ann. Þá verða ættaróðulin og heimahagarnir því meira virði en nú er,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.