Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 24
18
jesús kallaði sig konung. Við getum ekki hugsað okkur,
að Jesús standi frammi fyrir Péturskirkjunni og bendi:
Sjá, Róm keisaranna er fallin í rústir, en enn þann dag í
dag stendur Róm Péturs — Róm lærisveins míns. Pað
er ekki á þennan hátt, sem Jesús sannar okkur vald sitt
og konungstign. Og þó má mikið af því læra að hlusta
sem snöggvast á sögu gömlu steinsúlunnar.
Pílatus frammi fyrir Jesú! Sú var tíðin, að Pílatus
leitaði sannleikans. Göfugustu syni Rómaborgar skorti
ekki áhuga á heimspeki. Kennararnir frá Grikklandi, sem
reistu skóla í Róm, fengu nóga lærisveina. Hjá þeim var
líka um allskonar lífsskoðanir og stefnur að velja: Kenning-
ar Stóumanna handa alvörumönnunum, kenningar Epikurs
handa nautnamönnunum og efagirnin handa íhyglismönn-
unum. Pað var gaman að þessum heilabrotum og heim-
spekisórum í tómstundunum milli baðanna, íþróttanna og
máltíðanna. Einnig Pílatus hafði leitað sér afþreyingar í
þessum leikjum, og hugur hans hafði helst hneigst að
efagirninni. Pað var best að vera ekki of viss, ekki of
bundinn. Eitt mælir með þessu, annað með hinu.
Og svo hóf hann vegferð sína án þess að eiga nokkurn
leiðarstein. Hann átti að verða leiðtogi, en sjálfur vissi
hann ekki, hvert hann átti að stefna, eða hvað hann vildi.
Og svo varð hann einn af þessum vesalings forystumönn-
um, sem láia leiðast. — Nú stendur hann í jjeim spor-
um, að hann verður að kveða upp dóm, og það er heimt-
að, að það sé dauðadómur. Úrslit og ábyrgð eru iögð
á herðar honum. Hann vill vera laus. Hann gerir til-
raun til að senda Jesúm til Heródesar. Pað verður árang-
urslaust. Svo hneigist hann að því að dæma Jesú sek-
an eða sýknan, eftir því sem ysinn úti stígur eða fellur
Og hann segir: »Takið jajer hann og dæmið eftir yðar