Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 32
26
skal öllum nemendu m skylt, að hlíða boðum hennar og
leiðbeiningum, er þar að lúta. Enginn nemandi getur
skorast undan boði skólastjóra eða húsmóður um að
vinna nauðsynieg heimilisstörf. Hefir skólastjóri vald til,
að vísa nemendum brott, ef þeir óhlýðnast heimilisregl-
um skólans. Herbergi nemenda skulu skoðuð haust og
vor, af skólastjóra og manni, sem skólaráð velur honum
til aðstoðar, og skulu þeir meta allar skemdir, sem á
herbergjum verða af völdum nemenda. Pær skemdir
eru nemendur skyldir að borga. íbúðir skólastjóra og
kennara skulu teknar út af úttektarmönnum í Reykdæla-
hreppi, þegar búendaskifti verða.
14. grein.
Skólastjóri tekur móti öllum umsóknum um skólann
og ræður hverjum veitt er skólavist. Nemendur úr
Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum hafa forgangsrétt til
skólavistar. Að öðru jöfnu sitja þeir nemendur fyrir, er
sótt hafa áður um skólann, en verið synjað vegna rúm-
leysis.
15. grein.
Starfsái við skólann skal talið frá 1. ágúst til 31. júlí.
III. Um kennarana.
16. grein.
Fastir kennarar við skólann skulu fyrst um sinn vera
þrír, að skólastjóra meðtöldum og einn þeirra kona, sem
hæf sé að kenna konum heimilisstörf. Síðar skal skóla-
ráði heimilt, að fjölga kennurum eða fækka eftir tillögum
skólastjóra. Aukakennara ræður skólastjóri, í samráði við
skólaráð, eftir þörfum. Auk þess skal skólinn eftir föng-
um afla sér fyrirlesara og fyrirlestra.