Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 34
28
að hlíða stjórn og fyrirsklpunum hans um, hvaða náms-
greinar þeir kenna, og hvað þeir skulu hafa á hendi,
jafnframt því, sem þeim er skylt að fylgja í hvívetna
öllum heimilisreglum skólans. Hinsvegar skal þeim frjálst, )
að haga kenslu sinni í hverri námsgrein eins og þeir
telja best fara.
IV. Um nemendur.
20. grein.
Skilyrði fyrir skólavist í yngri deild eru:
1. Læknisvottorð um, að umsækjandi sé eigi haldinn
neinum næmum sjúkdómi.
2. Vottorð frá sóknarpresti eða hreppstjóra um gott
siðferði.
3. Ábyrgð fjárhaldsmanns, er skólinn tekur gildan, á
á öllum greiðslum til skólans. )
4. Piltar séu fullra 17 ára og stúlkur 16 ára. Pó
getur skólastjóri veitt undanþágu.
í eldri deild skulu auk þessa, þessi skilyrði fyrir skóla-
vist:
1 Piltar skulu vera minst fullra 18 ára og stúlkur 17
ára.
2. Próf, er sýni nægilegan þroska.
21. grein.
Hver nemandi skal greiða skólagjöld, sem skólaráð
ákveður ár hvert og því er skylt að auglýsa fyrirfram.
Skal helmingur þeirra greiddur, þegar kensla byrjar, og
hinn helmingurinn, þegar námstími er hálfnaður. Skóla- (
ráð hefir rétt til að endurgreiða skólagjöldin, að nokkru
eða öllu, þegar um fátæka og efnilega nemendur er að
ræða.