Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 37
31
Um 1. grein.
1 fyrstu grein reglugerðarinnar er tvent dregið fram,
sem aðal markmið skólans: Efling þjóðlegrar heimilis-
menningar og sjálfstæðs einstaklingsþroska. En við
lítum svo á, að þetta tvent sé í eðli sínu samstætt og
hafi frá upphafi verið aðalsmerki fslenskrar þjóðmenn-
ingar og eigi ætíð að vera. Einmitt með því, að halda
fast fram stefnunni um þessi efni, ætlum við þjóð okkar,
enn sem áður fyr, mikið menningarlegt hlutverk, þar sem
gunnfáni manngildis og persónuþroska blaktir á stöng
hátt yfir allri múgmensku ogtískusveiflum. Við ætlum þjóð
okkar meiri hlut en óvöldum 100 þúsundum af tískulýð
erlendra stórborga. Við ætlum skóla okkar að Ieita uppi
það, sem er einkennilegast og best í þjóðlífi okkar, vinna
að þroskun þess og vinna í samræmi við það. Við
ætlum skóla okkar að verða þjóðlegur íslenskur skóli,
en ekki eftirherma útlendra múgskóla, þar sem alt stirðnar
í köldum formum heraga og virðingarleysis fyrir manns-
sálum.
Við viljum þegar í fyrstu grein reglugerðarinnar minna
á, að við teljum manngildisþroska eigi aðeins fólginn í
þekkingu og vitsmunum, heldur að trúarlíf manna, til-
finningar, vilji og skapstyrkur ráði þar meira um. En
litlar reglur setjum við um, hvernig skólinn á að vinna
að þroskun nemenda sinna í þeim efnum. Þar þekkjum
við aðeins þær leiðir, sem eigi er hægt að segja fyrir
um í geglugerð:
Að kenslan sé lifandi og persónuleg, þ. e. að kennar*
inn leggi í hana það besta af persónuleik sínum, Iífs-
reynslu, hugsanir, tilfinningar;
að nemendum sé hjálpað til að finna það besta og
sterkasta í sjálfum sér, og
að nemendum sé kent að starfa af áhuga.
Við höfum viljað gæta þess stranglega í þessari reglu-