Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 42
36
skólanum, að við viljum, að skólinn, beint og óbeint,
styðji að eflingu íslensks heimilisiðnaðar og að við vitum,
að heimilisiðja er ætíð heimilisprýði, jafnt í skóla sem
annarstaðar.
Skólinn skal skyldur til að veita kenslu í einu erlendu
máli, án þess þó, að nemendum sé gert að skyldu, að
þiggja þá kenslu. Engin fyrirmæli viljum við setja um
það, hvaða mál er kent, þó að við teljum, að nú sé
hentast að kenna eitthvert Norðurlanda mál og þá helst
dönsku eða sænsku. Bókmentir okkar eru eigi svo
miklar, að gáfaður alþýðumaður geti látið sér þær einar
nægja. Það eykur og ætíð þekkingu á eigin þjóð og
menningu, að kynnast menningu annara þjóða. Þó við
viljum eigi gera skólanum skylt, að kenna nema eitt
erlent mál, teljum við vel farið, að hann geti gefið nem-
endum kost á fleirum. En eigi teljum við rétt, að hver
nemandi leggi stund á meir en eitt erlent mál, nema
því aðeins, að hann dvelji í skólanum lengur en tvö ár.
Kák við nám á mörgum málum, stelur tíma frá öðru
nauðsynlegra og þroskavænlegra námi, auk þess sem það
leiðir oftast til þess, að ekkert málanna verður lært að
gagni.
Þær námsgreinar, sem tekið er fram í reglugerðinni
að skylt sé að kenna, eru ekki margar. Og vel væri,
að fleira yrði kent, þótt langt megi komast með því, að
kenna þær vel. Einkum væri nauðsynleg kensla um sál-
fræðileg og trúarleg efni (almenna sálarfræði, siðfræði,
uppeldisfræði, trúarbragðasögu, trúarbragðasálarfræði, bib-
líuskýringar). En til þess, að sú kensla verði að góðu
gagni, þarf kennarinn að hafa sérstakan áhuga á þeim
efnum og sérstakan áhuga á að kenna um þau. Gildi
kenslu í þessum námsgreinum er einkum fólgið í því,
hve auðvelt það er, að koma við leiðsögn um leit eftir
lífsgildum. En þá leiðsögn getur góður kennari gefið í