Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 58
52
Til þess að dúkurinn sameini fegurð og styrkleik, þarf
gott samræmi ívafs og uppistöðu. Þræðirnir þurfa að
leggjast slétt og vel eftir föstum, ákveðnum lögum.
Sumum tekst að vefja lífsvoð sína þannig, en öðrum
ekki. Það gerir gæfumuninn. —
Foreldrar Skarphéðins, Njáll Þorgeirsson og Bergþóra
Skarphéðinsdóttir, voru mjög ólík að eðlisfari, þótt hin
hreina og djúpa ást þeirra brúaði að nokkru leyti það
djúp, er á milli lá. Njáll þessi djúpsæi vitringur og rétt-
dæma góðmenni. Friður og sátt var sú hugsjón, er hann
vissi fegursta og henni helgaði hann líf sitt. Honum
auðnaðist að vinna margt í þjónustu hennar og naut
aðdáunar og hylli fjöldans, sem eigi skildi hann til hlítar,
en leit þó upp til hans og virti speki hans og vfðsýni.
Úr Hliðskjálf visku sinnar sá hann vítt um heima alla.
Margir leituðu hjá honum styrks og hollra ráða og fengu
allir úrlausn nokkra. Hann leitaðist við að beita áhrifum
vitsmuna og víðsæis til góðs, en um leið varð það
honum að einskonar yndi, nautn að líta á menn og mál-
efni sem taflmenn á skákborði og leika að þeim. Leik,
sem miðaður var til góðs, en gat orðið hættulegur.
Bergþóra, þessi harðlynda, tápmikla, skörulega búsfreyja,
sem þó átti svo mikið af yl og viðkvæmni, sem þurfti
til að skapa slíkt heimilislíf, er hún gerði. Trygglynd og
óskift í ástinni til manns og barna og langrækin og
brennandi í hatri sínu til óvina. Hatur og ást, harka og
mildi, hefnd og fyrirgefning stríddu um völdin í sál
hennar. Hún var blendin kona í skapgerð, engu síður
en Hallgerður, en það, er lyfti henni þangað, er hún nú
horfir við okkur, var hin fölskvalausa ást hennar til Njáls.
Hún gaf lífi hennar gildi og gerði úr henni heilbrigða,
þroskaða konu, sem að síðustu fylgdi manni sínum og
sonum á bálið, einhuga og óskelfd. Móðurást hennar
hefir verið áköf og þróttmikil. Elsta syninum eru líkur