Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 62
56
héðni þungt við að una, sem dæma má af vísu þeirri,
er honum hrýtur af munni:
»Eigi þótti Ægis
áfestöndum hesta
þurfa þróttar djörfum
þeim lítils við hlíta.
Nær skulum hefja hrærir
handa lögðis branda
— sverð ruðu frægir fyrðar
fyrr — ef nú erum kyrrir?«
Þó gerir hann það að bænastað föður síns, að láia kyrt
vera í þetta sinn, en hefir í hótunum, að til skarar skuli
skríða, ef meir verði á hlut þeirra gengið. Pað verður
einnig. Pegar Sigmundur Lambason kveður níðkviðling
um þá feðga að eggjan Hallgerðar, bíður Skarphéðinn
eigi boðanna, þótt hann láti sér alt tómlega við móður
sína, og gengur að leiknum með ákafa og feginleik, sem
lýsir sér á skemtilegan hátt í viðræðum þeirra feðga
morguninn, sem þeir bræður leggja af stað til vígs Sig-
mundar. Njáll spyr þá hvert halda skuli. Skarphéðinn
svarar með vísu, þar sem hann kveður þá ætla í sauða-
leit. »Ekki munu þér þá með vápnum vega,« segir Njáll,
»ok mun annat vera erindit.« »Laxa skulu vér veiða,
faðir, ef vér rotum eigi sauðina,« segir Skarphéðinn, og
skildu þeir svo talið.
Parna sést, hve létt, en þó ákaft er yfir Skarphéðni,
þá er hann leggur leið til víga og stórræða. Það ein-
kenni helst í gegnum alt.
Eitt sinn þá hann er staddur á hestaþingi, þar sem
missætti varð meðal manna, sem þó að lokum var
stöðvað effir þjark og þóf mikið, kveður hann:
Hér verðr þröng á þingi
þóf gengr langt ór hófi,
L