Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 63

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 63
57 síð mun sætt með þjóðum sett; leiðisk mér þetta. Rakklegra er rekkum rjóða vápn í blóði; víst tem ek gráð hinn geysta gjarna ylgjar barni.« Hann þráir stórfeit, eggjandi æfintýralíf, og hann er sem skapaður fyrir það. Líf, þar sem stórt er stigið, djarft leikið, svigrúm nóg og olnbogarými. Þar hefðu hæfileikar hans getað náð samfeldum, heil- brigðum þroska, í stað þess að vera byrgðir svo niður, að þeir verða ósamræmir, fá svip gróðursins, sem í myrkri vex og verður að leggja alt magn á það eitt, að teygja sig í átt ljóss og sólar. Nær að sönnu háum, stórgerð- um vexti við þessa þraut, en þolir þó ekki áhrif hinnar sterku, óvæntu birtu, þegar upp í daginn er komið, vegna of snöggra umskifta og misþroska. Spekingurinn Njáll hefði átt að sjá, hvað syni hans kom. En því fer fjarri. Hann virðist annað tveggja blindur fyrir því eða vilja ekki ljá því auga. Hann leyfir yngri og á allan hátt minni sonum sínum utanför, en Skarphéðni heldur hann heima, sem þó mesta hneigðina og þörfina hafði fyrir farands- og víkingslífið. Hvað knýr Njál til þessa, er ekki gott að greina. Ef til vill ræður nokkru um þetta atburður, sem hann veit, að í nánd er, víg Gunnars vinar hans á Hlíðarenda, og þörf sú, er hann hefir fyrir styrk og hreysti Skarp- héðins til hefndanna, en hitt ræður þó eflaust meiru, að það er sem liann þori aldrei að sleppa Skarphéðni úr augsýn, vegna andúðar þeirrar, er hann hefir á hinni stórbrotnu, ástríðuþrungnu skapgerð hans. En Njáll gætir þess eigi, hve djúpt slík tortrygni og vantrú særir, og að með henni er hann altaf að ýta við og ala upp ógæfuöflin, sem lágu í brjósti sonar hans. 4 b
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.