Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 63
57
síð mun sætt með þjóðum
sett; leiðisk mér þetta.
Rakklegra er rekkum
rjóða vápn í blóði;
víst tem ek gráð hinn geysta
gjarna ylgjar barni.«
Hann þráir stórfeit, eggjandi æfintýralíf, og hann er sem
skapaður fyrir það. Líf, þar sem stórt er stigið, djarft
leikið, svigrúm nóg og olnbogarými.
Þar hefðu hæfileikar hans getað náð samfeldum, heil-
brigðum þroska, í stað þess að vera byrgðir svo niður,
að þeir verða ósamræmir, fá svip gróðursins, sem í myrkri
vex og verður að leggja alt magn á það eitt, að teygja
sig í átt ljóss og sólar. Nær að sönnu háum, stórgerð-
um vexti við þessa þraut, en þolir þó ekki áhrif hinnar
sterku, óvæntu birtu, þegar upp í daginn er komið, vegna
of snöggra umskifta og misþroska.
Spekingurinn Njáll hefði átt að sjá, hvað syni hans
kom. En því fer fjarri. Hann virðist annað tveggja
blindur fyrir því eða vilja ekki ljá því auga. Hann leyfir
yngri og á allan hátt minni sonum sínum utanför, en
Skarphéðni heldur hann heima, sem þó mesta hneigðina
og þörfina hafði fyrir farands- og víkingslífið.
Hvað knýr Njál til þessa, er ekki gott að greina.
Ef til vill ræður nokkru um þetta atburður, sem hann
veit, að í nánd er, víg Gunnars vinar hans á Hlíðarenda,
og þörf sú, er hann hefir fyrir styrk og hreysti Skarp-
héðins til hefndanna, en hitt ræður þó eflaust meiru, að
það er sem liann þori aldrei að sleppa Skarphéðni úr
augsýn, vegna andúðar þeirrar, er hann hefir á hinni
stórbrotnu, ástríðuþrungnu skapgerð hans. En Njáll
gætir þess eigi, hve djúpt slík tortrygni og vantrú særir,
og að með henni er hann altaf að ýta við og ala upp
ógæfuöflin, sem lágu í brjósti sonar hans.
4 b