Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 65
59
sigurgleði, sem sést á vísu þeirri, er hann kastar fram til
bræðra sinna og Kára:
»Auðs kom ek eigi síðar
enn til vápnasennu
ér því at æskirýri
allharðan létk falla.
Enn því at jarl hrauð unnar
elg fyrir Grím og Helga,
nú er eldviðum öldu
efni þess að hefna.«
Og er hann eigi fagur í hinum bjarta, fagnandi dreng-
skap sínuin við lok þessa bardaga, þegar hann heldur
þeim á lofti sem fífukveikjum sínum með hvorri hendi
Grana Gunnarssyni og Gunnari Lambasyni og spyr:
»Tekit hef ek hér hvelpa tvá — eða hvat skal við gera?«
»Kost átt þú,« segir Helgi, »at drepa hvárutveggja, ef þú
vill þá feiga.« »Eigi nenna ek,« segir Skarphéðinn, »at
hafa þat saman, at veita Högna enn drepa bróður hans.«
»Koma mun þar einhverju sinni,« segir Helgi, »at þú
mundir vilja hafa drepit þá; því að þeir munu þér aldri
trúir verða ok engir þeira, er nú eru hér.« »Ekki mun
ek hræðast þá,« segir Skarphéðinn og gefur þeim grið.
Parna stendur hann á þeim hátindi örlætis og dreng-
skapar, sem honum ber í samræmi við sinn innra mann.
Það gerir hann góðan, varpar sólskini út frá honum.
En brátt syrtir aftur. —
Eftirmál þessa vígs virðast í fyrstu Ijúkast mjög vel og
heillavænlega. Njáll fóstrar Höskuld son Práins og leggur
meiri ást og rækt við hann en sína eigin sonu. Og svo
segir Njála frá samlyndi þeirra Höskuldar og Njálssona á
uppvaxtarárum hans »at þá skildi hvárki á orð né verk.«
En þó fer það svo að síðustu, að Skarphéðinn ræður