Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 68
62
ast við að dylja sig andúðarinnar gegn honum, sem altaf
grefur meir og meir um sig í undirdjúpi sálar hans. Og
svo stendur hann einn góðan veðurdag varnarlaus og
berskjaldaður sem skotspónn hinna lymsku, eitruðu örva
Marðar.
Fleira kemur einnig til greina og vefst inn í, sem alt
ber að sama brunni, t. d. víg Höskuldár, Njálssonar.
Andstæðunum í ættum þeirra má líka veita athygli. Pær
hafa borist á banaspjótum, lagt hatur hvor á aðra, eink-
um frá kvennanna hlið. Pær voru miklar og heilar í ást
sem hatri og tilfinningar þeirra og áhrif hafa bitið sig
föst í brjóst sonanna. Móðir, senr situr við beð barns-
ins síns, heift og harmi þrungin yfir vígi föðurins, getur
þá mælt það, sem verður að áhrínsorðum, álögum, og
stendur sem óhreyfanlegur, svartur skuggi milli afkom-
enda lið fram af lið.
Einn styrkur þáttur í máli þessu er enn órakinn. Pað
er afstaða Höskuldar og Skarphéðins hvors til annars
innbyrðis. Djúpið milli hinna ólíku skapgerða ~ og svo
blóðhefndin — skuggi Práins.
Skarphéðinn alt í senn fyrirlítur, hatar og hræðist
Höskuld. Fyrirlítur hann vegna geðleysis þess og lítil-
mensku, er honum finst lýsa sér í að geta rólegur og í
vinarhug búið saman við föðurbana sinn.
Hatar hann ósjálfrátt og án réttlætis vegna þess, að
lionum finst hann hafa smeygt sér inn á Bergþórshvoli,
sem hvert annað sníkjudýr og rænt sig föðurást og
framtíðarmöguleikum. Og svo finnur Skarphéðinn Ijóst
til yfirburða Höskuldar fram yfir sig á ýmsum sviðum.
í fríðleik og vinsældum og í því að kunna skapi sínu
hóf. Pað eykur aðeins óvild hans undir niðri.
Svo hræðist hann Höskuld einnig. Hann hugsar sem
svo. Ef Höskuldur vaknar nú alt í einu upp úr þessu
dáðleysismóki og snýst gegn föðurbana sínum. Hvar