Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 76
70
sýnir það að vísu, en þessi þó öðrum fremur. í dag
viljum við sjá, til hvers þið dugið. Takið nú á orku
ykkar allri. Og svo þegar kveldkyrðinn fellur yfir, gang-
ið þá inn í einveruna og vinnið landinu okkar og þjóð-
inni ykkar hljóðu heit.
— — Pegar þeir bræður, Ketill hörski og Eyvindur,
námu fyrstir manna land hér í Reykjadal og bygðu fyrstu
bæina á Einarsstöðum og Helgastöðum, þá hlógu við
þeim grænar skógarhlýðar beggja vegna dalsins, þá sindr-
aði á sægengna laxa í ánum, og þá Iéku svanir og endur
á seftjörnum. Og þeir sáu, að landið var land óþrjót-
andi möguleika, og hér vildu þeir að ættbaðmur þeirra
festi rætur og næmi land í þúsund liðu. Og þeir tóku
að ryðja skóginn og rækta tún. Og í rjóðrum og gras-
göngum heyrðist til bjallanna, sem þeir höfðu fest á horn
búsmala sínum. í næstu 300 árin var hér nýtt vor. Pað
var vor íslensks þjóðlífs.
Síðan það vor leið, hafa liðið 700 ár. Og enn er landið
okkar land óþrjótandi möguleika og lítið annað en land
möguleikanna. Nú er skógurinn horfinn úr hlíðunum að
mestu, nú er laxinn mjög hættur að ganga í árnar, og
nú er fuglinn strjáll og styggur. En í stað þess eru kom-
in strjál tún, grænar vinjar milli óyrktra móa og mýrar-
sunda, líkast sundurleitum helgirúnum á fornu bókfelli.
Pær helgirúnir hafa forfeður okkar rist við röðulskin og
átök knýttrar handar milli þess, að þeir eyddu skóginn
og fældu fugl og lax. En rúnirnar fær framtíðin ein ráðið.
Enn býr ætt Ketils hörska og Eyvindar og annara land-
námsmanna í landinu sem íslensk þjóð. Enn þá er þjóð-
in þjóð mikilla möguleika, en lítið rneira en þjóð mögu-
leikanna. Við minnumst þess, að við höfum átt mikla
fortíð. Og enn er forn-íslensk menning heit æð í þjóð-
lífi okkar. Enn lifir íslenskur menningararfur í íslensku
máli, íslenskri lífssýn og íslenskum íþróttum. Enn lifir