Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 76

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 76
70 sýnir það að vísu, en þessi þó öðrum fremur. í dag viljum við sjá, til hvers þið dugið. Takið nú á orku ykkar allri. Og svo þegar kveldkyrðinn fellur yfir, gang- ið þá inn í einveruna og vinnið landinu okkar og þjóð- inni ykkar hljóðu heit. — — Pegar þeir bræður, Ketill hörski og Eyvindur, námu fyrstir manna land hér í Reykjadal og bygðu fyrstu bæina á Einarsstöðum og Helgastöðum, þá hlógu við þeim grænar skógarhlýðar beggja vegna dalsins, þá sindr- aði á sægengna laxa í ánum, og þá Iéku svanir og endur á seftjörnum. Og þeir sáu, að landið var land óþrjót- andi möguleika, og hér vildu þeir að ættbaðmur þeirra festi rætur og næmi land í þúsund liðu. Og þeir tóku að ryðja skóginn og rækta tún. Og í rjóðrum og gras- göngum heyrðist til bjallanna, sem þeir höfðu fest á horn búsmala sínum. í næstu 300 árin var hér nýtt vor. Pað var vor íslensks þjóðlífs. Síðan það vor leið, hafa liðið 700 ár. Og enn er landið okkar land óþrjótandi möguleika og lítið annað en land möguleikanna. Nú er skógurinn horfinn úr hlíðunum að mestu, nú er laxinn mjög hættur að ganga í árnar, og nú er fuglinn strjáll og styggur. En í stað þess eru kom- in strjál tún, grænar vinjar milli óyrktra móa og mýrar- sunda, líkast sundurleitum helgirúnum á fornu bókfelli. Pær helgirúnir hafa forfeður okkar rist við röðulskin og átök knýttrar handar milli þess, að þeir eyddu skóginn og fældu fugl og lax. En rúnirnar fær framtíðin ein ráðið. Enn býr ætt Ketils hörska og Eyvindar og annara land- námsmanna í landinu sem íslensk þjóð. Enn þá er þjóð- in þjóð mikilla möguleika, en lítið rneira en þjóð mögu- leikanna. Við minnumst þess, að við höfum átt mikla fortíð. Og enn er forn-íslensk menning heit æð í þjóð- lífi okkar. Enn lifir íslenskur menningararfur í íslensku máli, íslenskri lífssýn og íslenskum íþróttum. Enn lifir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.