Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 90

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 90
84 En lífsþráin á sér annan afveg miklu hæltulegri. Hún getur orðið of dreifð og skammsýn, of vilt og tilgangs- laus. Stundum blæs hún okkur í brjóst: »Láttu lífs- kveykinn brenna ört, drektu lífið í djúpum teigum, njóttu alls í dag, sem þú girnist, hvað seni á eftir kemur, »drekkum í kvöld, iðrumst á morgun.«« Pað er blind, vilt lífsþrá, sem tortímir lífinu og sjálfri sér. Lífið þarf takmörkun, bæði líf einstaklingsins og lífið í heild. »Alt, sem Snorra skortir, er skortur á takmörkun, skortur á fátækt. Hann hefir allar lífsskoðanir aldar sinnar, og eng- in þeirra er þá auðvitað lifandi vald í lífi hans,« segir Sigurður Nordal um Snorra Sturluson. Listin að lifa, er að safna vexti sínum, starfi og lífi, í samfeldan straum. Og eins og áin þarf bakka til að verða að sterkum straum, þarf lífið takmörkun til þess. Allir þekkja söguna um Sæmund fróða. Hann var í Svartaskóla og fékk vald yfir óvini Iífsins og gat látið hann nauðugan vinna í þjónustu þess, sem var gott. Við getum líka náð valdi yfir óvini lífsins, letilögmálinu, og iátið það vinna í þjónustu lífs og vaxtar. Við getum látið það setja vaxtarþrá okkar holl takmörk. Við getum látið það verða bakkana, sem halda lífsstraum okkar í samfeldum streng og skapa fossaföll og flúðir. Við get- um látið það hindra lífsþrá okkar og vaxtaiþrá frá að leita fram á of mörgum stöðum, til þess að leita fram á einum eða fáum með meira afli. Pví má samt ekki gleyma, að hér má gera of mikið að. Lífið er fjölþætt og krefur af okkur þroska í marg- ar áttir. Enginn veit sína æfina fyr en öll er, og þá ekki heldur á hverju hann þarf að halda. Pað virðist nauðsyn þess að jafnvægi haldist í sálarlífi okkar, að þroskinn sé eigi of einhliða. Lífið sjálft setur sér oft eðlilegri og hollari takmörk en mannsviljinn mundi gera, nema hann þekki lög þess því betur. En samt megum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.