Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 90
84
En lífsþráin á sér annan afveg miklu hæltulegri. Hún
getur orðið of dreifð og skammsýn, of vilt og tilgangs-
laus. Stundum blæs hún okkur í brjóst: »Láttu lífs-
kveykinn brenna ört, drektu lífið í djúpum teigum, njóttu
alls í dag, sem þú girnist, hvað seni á eftir kemur,
»drekkum í kvöld, iðrumst á morgun.«« Pað er blind,
vilt lífsþrá, sem tortímir lífinu og sjálfri sér. Lífið þarf
takmörkun, bæði líf einstaklingsins og lífið í heild. »Alt,
sem Snorra skortir, er skortur á takmörkun, skortur á
fátækt. Hann hefir allar lífsskoðanir aldar sinnar, og eng-
in þeirra er þá auðvitað lifandi vald í lífi hans,« segir
Sigurður Nordal um Snorra Sturluson. Listin að lifa, er
að safna vexti sínum, starfi og lífi, í samfeldan straum.
Og eins og áin þarf bakka til að verða að sterkum straum,
þarf lífið takmörkun til þess.
Allir þekkja söguna um Sæmund fróða. Hann var í
Svartaskóla og fékk vald yfir óvini Iífsins og gat látið
hann nauðugan vinna í þjónustu þess, sem var gott.
Við getum líka náð valdi yfir óvini lífsins, letilögmálinu,
og iátið það vinna í þjónustu lífs og vaxtar. Við getum
látið það setja vaxtarþrá okkar holl takmörk. Við getum
látið það verða bakkana, sem halda lífsstraum okkar í
samfeldum streng og skapa fossaföll og flúðir. Við get-
um látið það hindra lífsþrá okkar og vaxtaiþrá frá að
leita fram á of mörgum stöðum, til þess að leita fram á
einum eða fáum með meira afli.
Pví má samt ekki gleyma, að hér má gera of mikið
að. Lífið er fjölþætt og krefur af okkur þroska í marg-
ar áttir. Enginn veit sína æfina fyr en öll er, og þá
ekki heldur á hverju hann þarf að halda. Pað virðist
nauðsyn þess að jafnvægi haldist í sálarlífi okkar, að
þroskinn sé eigi of einhliða. Lífið sjálft setur sér oft
eðlilegri og hollari takmörk en mannsviljinn mundi gera,
nema hann þekki lög þess því betur. En samt megum