Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 95
89
því fari fjarri, að þið séuð mínir fyrstu nemendur, þá hefi
eg með ykkur unnið undir öðrum skilyrðum en áður.
Því er þessi árgangur nemenda mér svo nýr.
Starfið hefir verið erfitt í vetur vegna ýmislegs frum-
býlingsháttar. Ef til vill hefir orðið áfátt um lausn þess
að nokkru af þeim og öðrum ástæðum. En það sem
vinst verður manni því samgrónara, því dýrara verði, sem
keypt er. Eg vil því þakka ykkur fyrir liðinn vetur jafnframt
því, sem eg vil biðja ykkur velvirðingar á því, sem eg
kann að hafa vanrækt af þeim skyldum, sem eg liefi
haft gagnvart ykkur. Eg vil biðja afsökunar á því, að
eg hefi ekki getað lagt ykkur þann skerf til veganestis,
sem eg hefði kosið og sem mér ef til vill bar að gera.
Mín afsökun er sú, að slíku ræður maður ekki nema að
nokkru leyti sjálfur.
Það skiftir annars engu máli, hvernig minningar eg
hefi um liðna veturinn fyrir neinn nema mig sjálfan. En
um ykkur er öðru máli áð gegna. Ykkur heyrir framtíð-
in til, og ykkar vegna hefi eg hér verið, en þið ekki mín
vegna, og þið hafið kröfur að gera til mín, en eg ekki
til ykkar fram yfir það, sem maður hefir jafnan til manns.
Og þegar þið eruð nú að fara héðan og hafið tekið
við því, sem við kunnum að hafa getað veitt, og lagt
fram ykkar eigin krafta við vetrarstarfið, þá Iiggur mjög
nærri, að þið og aðrir spyrji, hvað þið hafið hingað sótt?
Það er ekki mitt hlutverk að svara þeirri spurningu, og
eg býst ekki við, að ykkur muni ganga vel að svara
henni sjálf, enda hygg eg, að þeirri spurningu verði aldrei
svarað svo til hlítar sé. Þótt hægt væri að gera rann-
sókn á þroska einhvers manns, mundum við varla með
fullri vissu geta sagt: Þetta hefir hann sótt hingað og
hitt hefir hann sótt þangað. Áhrifin frá ýmsum hliðum
vefjast svo' saman hjá einstaklingnum, að þau verða varla
greind sundur. — Mönnum hættir til að leggja þahn einan