Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 97
91
Framtíðin er fortíðinni háð. Hver dagur og hver stund dags-
ins er undirbúningur komandi tíma, og með hverju okkar
verki erum við að greiða götu þess, sem koma á, hvort
sem okkur er það Ijóst eða eigi. Pess vegna er aldrei of-
mikil alúð lögð við nokkurt verk, þótt smávægilegt sýn-
ist í svip. Petta vita allir í raun og veru, og þó er aldrci
of oft á það bent. En fyrst svo er með hvert smávik,
hvað mun þá um starf heils vetrar, og þá einkum þegar
um er að ræða slíkt starf sem það, sem þið hafið haft
með höndum hér? Og þess megið þið vera full viss, að
eg á enga heitari ósk en þá, að vetrarstarfið verði ykkur
sem notadrýgst fyrir framtíðina, þótt mátturinn sé eng-
inn hjá mér til að styðja að uppfylling þeirrar óskar.
Aldraði maðurinn lítur um öxl. Og þið eigið eftir að
verða aldraðir menn. Pá er uppskerutími margs þess,
sem í æsku var sáð. — Ein er sú bók, sem við eigum
öll, hvernig sem högum okkar annars er háttað. Pað er
dagbók okkar eigin lífs. Sú bók er að vísu ekki með
bókstöfum rituð, en þó stendur þar skráð alt það, sem
okkur hefir mætt, mismunandi skýrt eftir því, hver áhrif
það hefir haft á okkur um leið og það fór fram. Og
þeir ýmsu kaflar taka nokkrum breytingum, þegar tímar
líða. Pað máist burt, sem var minni háítar, en hitt skýr-
ist að sama skapi. Þá gengur okkur betur að dæma
gildi þess að verðleikum. Petta er fjársjóður minning-
anna, sem öllum er svo dýrmætur. — I þessa bók hafið
þið verið að rita í vetur eins og endrar nær. Og það er
ástæða til að ætla, að einmitt þessum kafla verði oftar
flett upp til lesturs en mörgum öðrum köflum sömu bók-
ar. Einnig af þeirri ástæðu skiftir það svo miklu, hvað
þar er skráð. Og það er ósk mín og von, að yfir þeim
kafla verði sem bjartast. Og eg vil óska þess, að hann
megi verða því skýrari sem lengra líður. Eg vil óska
þess, að lestur hans flytji ykkur hlýju en ekki kulda, og
L