Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 102
06
Aukakennarar voru:
Þórhallur Björnsson á Ljósavalni og
Ása Jóhannesdóttir frá Syðrafjalli.
— Arnór kendi islenska bókinentasögu og inálfræði og íslands-
sögu í öllum skólanum og mannkynssögu i eldri deild; hélt auk
þess tvo fyrirlestra á viku. Konráð kendi reikning, landafræði
og grasafræði bæði i eldri og yngri deild, grasafræði og eðlis-
fræði i eldri deild og dönsku í yngri deild. Helga kendi mann-
kynssögu og upplestur í yngri deild, ensku og dönsku í báðuni
deildum. Þórhallur kendi smíði, teikningu, sund í öllum skólanum
og dýrafræði í yngri deild. Ása kendi matreiðslu alla fram til
25. mars, en pá tók Helga systir hennar við. Söng kendi Páll H.
Jónsson einn af nemendum skólans.
Kenslunni var þannig hagað:
I. Yngri deild.
í yngri deild var nemendum skylt að taka p>átt í öllum náms-
greinum, nenia ensku og dönsku. Tóku allir nemendur pátt í
öðru hvoru því máli, en enginn í báðum. Kent var i hverri
námsgrein:
I s I e n s k a.
Lesin málfræði Benedikts Björnssonar. Bókin öll tvilesin.
Greiningaræfingar í hverjum málfræðistima — oftast á veggtöflu
— og auk pess gerðir greiningarstílar síðari hluta vetrar. Enn-
fremur lesin Lestrarbók Sigurðar Nordal frá bls. 246 til bókarloka
og í sambandi við pað samtöl um bókmentir siðustu 50 ára.
Lestraræfing 1 klst. í viku. Stíll einu sinni í viku.
íslandssaga.
Kent í fyrirlestrum og samtölum. Höfð hliðsjón af íslands-
sögu eftir Jónas Jónsson.
Mannkynssaga.
Fyrirlestrar og samtöl um mannkynssöguna fram að 1789.
Nokkur hliðsjón höfð af Mannkynssöguágripi Þ. H. Bjarnasonar.