Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 106
100
Sund mjög iðkað af nemendum eftir pað. Prir syntu ekki sökum
veikinda. Allir hinir kunnu bringusund og alment baksund, allir
piltar og margar stúlkurnar auk jjess yfirhandarbaksund og hliðar-
sund, nokkrir kunnu að troða marmaða, björgunarsund og yfir-
handarbringusund. Ennfremur lærðu nemendur ýmsar flotæfingar,
að steypa sér á sundi og að kafa.
IV. Matreiðslukensla.
Kend var einföld matreiðsla, matargeymsla, umgengni um búr
og eldhús. Ennfremur nutu nemendur deildarinnar nokkurrar
bóklegrar kenslu með nemendum hinna deildanna, einkum i is-
lensku og dönsku. Tóku og þátt i sundi.
V. Fyrirlestramót.
Vikuna 22.-27. mars var fyrirlestramót haldið við skólann.
Fyrirlestramótið styrktu Ræktunarfélag Norðurlands, Búnaðarfélag
íslands og Kaupfélag Píngeyinga með jivi að senda jrangað sinn
fyrirlesarann livert. Ennfremur höfðu Prestafélagið, Stúdentafélag
Rvikur og U. M. F. í. heitið stuðningi, en úr javi varð þó ekki
sökum eðlilegra forfalla. Þessir menn héldu fyrirlestra: Ólafur
Jónsson framkv.stj. R. N. 3 fyrirlestra um garðyrkju, 2 um áburð,
2 um nautgriparækt. Jochuni Eggertsson (frá B. í.) 3 fyrirlestra
um nijaltir og meðferð mjólkur, 1 um frampróun og 2 um félags-
mál. Siguröur Jónsson á Arnarvatni (frá K. P.) 4 fyrirlestra um
félagsfræði og félagsmálastefnur. Arnór Sigurjónsson 3 fyrirlestra
um fólksflutning úr sveitum og 3 um forndansa og danskvæði.
Sigurjón Friðjónsson 1 fyrirlestur um búnað i Pingeyjarsýslu.
Sr. Sveinn Vikingur Grimsson 1 fyrirlestur um áveitur og áveitu-
menn. Jón Sigurðsson í Ystafelli 1 fyrirlestur um hvaða Iand er
best. Ketill Indriðason á Ytrafjalli 1 fyrirlestur um nýbýli. Um-
ræðufundir voru flest kvöldin. Fjörugastar umræður um heimilis-
iðnað, fatnað, íþróttir og Iandnám. — Eitt kvöldið sýndi Bárður
Sigurðsson á Höfða skuggamyndir af íslensku pjóðlífi og fáeinar
erlendar myndir. Í lok mótsins hélt hvenfélag sveitarinnar skemti-
samkomu og bögglauppboð til ágóða fyrir væntanlega húsmæðra-
deild við skólann.