Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 9

Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 9
Drengileg dáð. Smásaga eftir Edmondo de Amicis. — Fr. Fr. þýddi. IaTÍNUSKÓLADRENGUR segir frá: Hér um bil kl. 1 eftir hádegi gengum vér með kennara vorum upp að framhliði ráðhússhallarinnar til þess að vera sjónarvottur að því er heiðurspen- ingur fyrir drengilegt dáðaverk yrði veittur pilti, er bjargað haíði félaga sínum úr ánni Pó. Á framhlaðinu blaktaði afar stór þrílitur fáni. Vér gengum inn í hallargarð ráðhússins. Hann var þegar orðinn þéttskipaður af fólki. í hinum enda hallargarðsins gat að líta borð þakið rauð- um dúki, og láu þar á ýms skjöl. Á bak við borðið var röð af gulli slegnum stólum handa borgarstjóra og ráðinu. Stóðu þar í kring þjónar í heiðbláum vestum og hvítum buxum. Hægra meginn í hallargarðinum stóð ílokkur af lögreglu- þjónum, og voru margir þeirra prýddir ýmsum heiðurspen ingum. Þeim var skipað í raðir og á hlið við þá voru toll gæzlufyrirliðar; en hinu megin stóðu brunaliðsmenn í hátíða búningi. Þar voru og margir hermenn, er ekki var skipað i raðir og voru komnir að liorfa á — voru þar margir ridd araliðar, skotmenn og stórskotaliðar. Þá var þar og alsett af heldri mönnum, sveitafólki, konuni og drengjum, sem safnast höfðu saman. Vér tróðum oss áfram og inn í eitt hornið, þar sem fyrir voru margir skólapiltar frá öðrum skólum ásamt kenn- urum sinum. Rétt hjá oss stóð hópur af almúgadrengjum 16—18 ára gðmlum; voru þeir að hlæja og töluðu saman í fullum róm; eg komst að því að þeir voru allir frá Poborg,

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.