Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 10

Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 10
8 JÓLAGJÖFIN félagar og kunningjar drengsins sem sæma átti heiðurspen- ingnum. Allir gluggar hringinn í kring voru fullir af áhorf- endum, starfsmönnum bæjarstjórnarinnar og ráðhússins. .4 loftsvölunum fyrir framan bókasafnið stóð fjöldi fólks og var það að troðast fram að grindunum og á svölunum beint á móti, sem eru yfir inngönguhliðinu, stóð hópur af stúlkum úr alþýðuskólunum, og á meðal þeirra margar úr „Her- mannadætra11 félaginu, auðþektar af fallegu bláu andlitsblæj- unni. Það var alveg eins og í leikhúsi. Það lá vel á öllum og voru menn að skrafa saman og gáfu við og við auga rauða horðinu til þess að sjá, hvort nokkur væri þar kom- inn. Hljóðfærstlokkur var að leika á hljóðfæri fyrir endanum á súlnagöngunum. Sólin skein niður á hina háu múra. Alt var svo yndislegt. Alt í einu fóru allir að klappa saman lóf- unum, bæði þeir sem voru niðri í garðinum og fólkið á svölunum og við gluggana. Eg teygði mig á tá til þess að sjá betur. Mannfjöldinn sem stóð bak við rauða borðið hafði þok- ast til beggja hliða og gert gang á milli. Þar gengu inn maður og kona. Maðurinn leiddi dreng við hönd sér. Það var drengurinn, sem bjargað hafði félaga sínum. Maðurinn var faðir hans, múrari, klæddur sparifötum sinuni. Konan. móðir hans, litil vexti og ljóshærð, var í dökkri yfirhöfn. Drengurinn, sem líka var lágur vexti og ljóshærður, var í grárri treyju. Er þau þrjú sáu allan þenna mannfjöfda og heyrðu gnýinn af lófaklappinu, hnykti þeim við og námu þau stað- ar og komu sér varla að, að horfa í kringum sig eða hræra legg eða lið; einn af ráðhúsþjónunum ýtti þeim fram að borðinu, hægra megin við það. Þá varð kyrð eitt augnblik, en síðan skall á í öðru sinni lófaklappið frá öllum hliðum. Drengurinn leit upp í gluggana í kring og síðan á svalirnar, þar sem „Hermannadæturnar" stóðu; hann hélt á húfunni í hendinni og virtist ekki allskostar viss um, hvernig hann ætti að haga sér. Mér sýndist hann dáh'tið líkur honum Coretti, bekkjarbróður mínum, í framan, en hann var miklu rjóðari. Faðir hans og móðir höfðu ekki augun af borðinu.

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.