Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 12

Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 12
10 JÓLAGJÖFIN karlmenni, eins og faðir, sem er að berjast við að bjarga elskuðum syni, einkavon og ánægju lifs síns. — I stuttu máli. Guð leyfði ekki að slík drengileg hetjudáð yrði árang- urslaus. Ilinn smávaxni ungi sundmaður hreif herfang sitt úr gini hins tröllaukna íljóts og komst til lands með byrði sína; veitti hann þar drengnum, með tilhjálp annara, liina fyrstu hjúkrun. Síðan sneri hann heim aleinn og yfirlætislaus og sagði þar hlátt áfram frá því sem hann hafði gert. Herrar mínir! Fögur og aðdáanleg er slík hetjulund hjá fullorðnum manni. En hjá barni, sem ennþá á ekkert til af frægðargirni eða annari hagnaðarvon; hjá barni, sem verður að hafa þess meira lil af eldmóði þvi minni sem kraftar þess eru; hjá barni, sem vér ætlumst ekki til neins slíks af, harni sem ekki er knúð til þess, barni, sem oss þykir elskuvert og göf- ugt, þótt það framkvæmi ekkert, ef það aðeins getur skilið og kann að meta fórnfýsi annara, hetjulund hjá barni er guðdómleg. Eg vil ekki útmála þetta frekar, herrar mínir; eg vil ekki skreyta með óþarfa mælgi slíkan yfirlætislausan mikilleik. Sjáið hann hérna fyrir yður, þenna vaska og hóg- láta björgunarmann! Hermenn, heilsið honum sem bróður! mæður, hlessið hann sem son yðar; börn, setjið á yður nafn hans, grafið andlitsmynd hans inn í huga yðar, að hún aldrei verði afmáð úr minni yðar og hjörtum! Komdu nær dreng urinn minn! I nafni hans hátignar, konungs Italíu, sæmi eg þig þessu heiðursmerki fyrir drengilegt dáðaverk“. Dynjandi húrra-óp, er stigu upp hvaðauæfa á sama augnabliki, kváðu við um alt ráðhúsið. Borgarstjórinn tók heiðurspeninginn af borðinu og fesli hann á brjóstið á drengn- um. Síðan faðmaði hann hann að sér og kysti hann. Móðirin þreif fyrir augu sér með annari hendinni; fað- irinn Iét hökuna síga niður á biingu. Borgarstjórinn Jirýsti síðan hönd foreldranna og tók skjalið með úrskurð heiðursveitingarinnar, umbundið með silkiborða og rétti það að móðurinni. Síðan sneri hann sér að drengnum aftur og mælti: „Mætti nú minning þessa dags, sem svo er frægilegur fyrir þig og svo hamingjuríkur fyrir foreldra þína, halda þér

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.