Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 15

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 15
^mmwnniniiKWin* Þyrnikvisturinn. Eftir Olfert Ricard. Theodór Árnason þýddi. | Theodór Arnason þýddi. É •iiiinnnniiiiiiiiniiiiriiiiiiiiiiiiiib f ANN óx í Paradísar-garðinum og blómstraði og krydd- ](§ aði loftið möndlukendri angan. Þú ert yndæll, sagði Adam, — eg ætla að flétta mér kórónu úr þér og sýna mig svo Evu með hana á höfðinu. — æ! og hann stakk sig á þyrnikvistinum svo að blæddi úr hendinni. — Ötætis þyrnikvistur! Gáðu þá að þér, — og hví viltu vera að stela frá mér blómakórónunni minni til þess eins að skrýða sjálfan þig með henni? Þetta skal eg muna þér, þyrnikvistur, sagði Adam, en nú ætla eg að bíða til haustsins og sjá hvað úr þér getur orðið. Ef þú ert fær um að bera gómsæta ávexti, skal þér ekkert mein gert, en annars rek eg þig út úr Paradísargarð- inum. Þú talar eins og þú hefðir eitthvert vald, mælti þyrni- kvisturinn. Svarar þú skætingi í ofanálag? spurði Adam. Eg er að hugsa um að láta son minn giftast dóttur sedrusviðarins þarna, svaraði þyrnikvisturinn. Adam var reiður og vildi ekki hlusta á meira af þess- um þvættingi. Þetta líkar mér, hvislaði liöggormurinn, sem hringaði sig á jörðunni, hulinn í ilmandi blómskrúðinu. Mér geðjast vel að þér. Ekki held eg að eg geti sagt það sama um þig. Hvers-

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.