Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 21

Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 21
JÓLAGJÖFIN 19 notaði svipuna á þá hlífðarlaust! Æ, — að hlusta á söng- inn þeirra enn einu sinni, |)að fór hryllingur mn hann. Og ein röddin skar út úr öllum hinum, þótt hún væri veik og þýð. Mirjam. Skyldi eg nú ekki bráðum vera orðinn fullnuma? Ætl- arðu ekki bráðum að kalla á mig Drottinn? Leið þú mig, svo að eg verði fær um að leiða bræður míno. — Skógareldur! Hirðirinn stóð á fætur. Hann hefir kviknað sjálfkrafa. Það eru líka svo miklir þurkar, — alt svo skrauf-þurt. Hvað er þetta? Nú stóð hann keipréttur. Eldurinn breiðír ekkert úr sér! Það logar, en ekkert brennur! Um hirðinn fór fögnuður og um leið kvíði. Guð er að kalla! Guð er að kalla! Þyrnirunnurinn logaði en brann ekki. Drottinn minn og skapari! Eyddu mér! bað hann. Nei, ekki fyrr en á þér vaxa þrúgur, sagði hinn heilagi eldur. Þessi dagur var örlagadagur Móse. Þá var hann gerð- ur að leiðtoga og vígður einveru og þjáningum. Lögmálið sem liann hafði iært af stjöinunum og þyrnunum og fuglun- um og óþolinmóðu hjarta sjálfs sín, risti hann síðar á stein í boðorð hins hæsta. Þá varð hinn tvístraði hópur að þjóð. Lögmálið lýsti þeim eins og eldstólpinn sem fór á undan þeim. En þyrnarnir í hjörtunum héldu áfram að stinga. Þeim gat lögmálið ekki eytt. * * * Þyrnirinn blómstraði og visnaði og aldirnar liðu. Altaf fundu mennirnir þyrna-stungurnar í hjörtunum, altaf endaði það með dauða. — Háværir hlátrar kváðu við í hermannagarðinum. Or- ustugarparnir ungu, skemtu sér vel, á því var ekki að villast. Það var einskonar fíflaleikur, sem þeir höfðu fundið upp á, og nú keptist hver við annan að vera sem findnastur. Það var fangi einn, Gyðingur, sem alt gamanið snerist um. Það gerði aðeins að auka á skemtunina að þeir skyldu ekki mál 2*

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.