Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 31
Járnbrautarferd. Eftir Max Fip. — Þýtt af S-H.
NGUR verzlunarmaöur, Páll Grönning að nafni, hag-
ræddi sér makindalega í einu horni járnbrautarklef-
ans og dró upp úr vasa sínum nokkur dagblöð.
Hann var í ágætu skapi og hlakkaði mjög til ])essa
ferðalags, því ferðinni var heitið til höfuðstaðarins, þar sem
Páll átti vísa góða atvinnu. I höfuðstaðnum bjó einnig stúlk-
an sem hann var mjög hrifinn af, ungfrú Vita Rolf, sem
hann hafði kynst i sumarleyfinu. Og það var einmitt hjá
föðurbróður hennar, sem hann átti atvinnuna vísa.
Páll gleymdi alveg blaðinu sem hann liélt fyrir framan
sig, starði út í bláinn og sökti sér niður í sæludi'auma.
Hann hafði enga löngun til að lesa, heldur sitja i ró og
næði og hugsa um hana — — og hversu lífið væri yndislegt.
í því að lestin var að fara af stað, var hurðin opnuð
og inn kom ungur maður.
Páll, sem einniitt hafði glatt sig yfir þvi að hann mundi
fá að vera einsamall í járnbrautarklefanum, komst nú í ilt
skap og virti komumann fyrir sér með óblíðu augnaráði.
Það var langur og grannur náungi með bjart hár og
freknóttur i andliti, augnabrýr hans og augnahár voru svo
ljós að þau hurfu algerlega. Klæðaburður hans var svo til-
gerðarlegur að Páll gat varla stilt sig um að hlæja.
Komumaður heilsaði Páli eins og gömlum kunniugja og
kvaðst heita Jónas Emilius Jónasson og vera verzlunarstjóri.
Hann sagðist hafa verið í sumarleyfi, en sér hefði dauðleiðst
og ekkert óskað sér frekar en að komast aftur til Kaup-
mannahafnar. Hann saknaði mest frænku sinnar, sem hann