Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 32

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 32
80 jólagjofin væri hálf trúlofaður síðan þau voru börn. Hún átti ein- hverntíma að eignast verzlun móðurbróður síns, sem hann væri nú fulltrúi fyrir. Móðurhróðir hennar hefði miklar mæt- ur á honum og helði þegar talað um að hann mundi áður en langt um liði gera hann (Jónas Emelíus) að meðeignar- manni verzlunarinnar o. s. frv.. o. s. frv. Páll stundi þnngan og lét sem hann væri byrjaður að lesa aftur og bjóst við að hinn mundi þá faka tillit til þess og hætta þessari langloku. En það var öðru nær. Hann lét látlaust dæluna ganga um sjálfan sig og að síðustu byrjaði hann að spyrja samferðamann sinn spjörunum úr. Fyrir löngu var Páll orðinn reiður þessum aðkomu- manni, sem truflaði hann frá sæludraumum hans og loft- köstidum og hafði enga Iöngun til að gefa sig á tal við þennan sjálfhælna slána, en alt í einu hugkvæmdist 'non- um ráð. Hann stóð skyndilega á fætur, lagði hendina á brjóstið og sagði hátíðlega: „Nafn mitt er Cæsar Napoleon Caligula Hannibal, eg er uppfyndingamaður". „Uppfyndingamaður, nei það var svei mér skemtilegt, alveg eins og Edison, ha-a?“ „Edison“, svaraði Páll með fyrirlitningarróm. „Edison getur aldrei jafnast ávið mig“. • „Nei eruð þér svona duglegur ? Hafið þér gerl margar uppfyndingar?“ „Uppfyndingar mínar eru óteljandi. Þegar þær hafa breiðst út um heiminn, er eg orðinn mörgum sinnum mil- jarðamæringur. — T. d.: Vitið þér, hvað er mesta plágan í heiminum?“ „N—e—i—j—ú — “. „Það er kattasamsöngur á nóttinni. Þekkið þér nokkuð jafn voðalegt og að vakna á nóttinni við þessi ámátlegu hljóð fyrir utan gluggan yðar? — Nú hefi eg fundið upp vökva, sem kemur því til leiðar, þegar honum er sprautað á kettiua, að þeir fresta samsöngnum á nóttinni og halda hann þess í stað á daginn“.

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.