Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 36

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 36
34 JÓLAGJOFIN þrátt fyrir móðgunina, var nú ennþá forvitnari en nokkru sinni áður. „Það er hvernig maður, á beztan og hagkvæmastan hátt, gerir uppskurð á hjartanu“. Hinar litlausu augnabrýr Jónasar Emilíusar þutu nú upp í hársrætur er hann heyrði þelta. „Eg — — eg vissi eiginlega ekki að það væri nokkur möguleiki, að geta gert uppskurð á hjartanu“. „Jú, því þá ekki?“ Hjartað er ekki svo viðkvæmt. En það hefir verið illkleyft að komast að því. Það er svo margt sem er utan um það — bæði lungun, þindin og hjartað og hvað það nú alt saman heitir“. Jónasi Emilíusi lá nú við að fara að gráta. „Eg hefi nú“, hélt Páll áfram, „fundið upp að hægur vandi er að gera uppskurð á því niður um hálsinn. — Og á hvern hátt haldið þér? Maður verður aðeins að sjá svo um, að veruleg hræðsla grípi þann sem maður gerir upp- skurðinn á, svo að hjartað stökkvi upp í hálsinn, — einn — tveir — þrír! Þá grípur maður svínið“. Nú var komið nokkuð mikið af því góða, jafnvel fyrir Jónas Emilíus Jónassen. „Eg sé mig nauðbeygðan til þess að láta yður vita af því, að eg er enginn fábjáni“. „Nei, — ekki það. — Það var gott að þér létuð mig vita það. En eg get látið yður vita það, að alt það sem eg hefi sagt yður, er heilagur sannleikur“. Jónas Emilíus virti Pál fyrir sér með efasömu augnaráði. — Hann var í raun og veru mjög saklaus og alvarlegur á svipinn. „Segið mjer“, sagði hann nokkuð hikandi, „hvers vegna sitjið þér svona og fálmið út í loftið, eruð þér að veiða flug- ur?“ „Flugur!“ át Páll eftir honum, „nei, það eru þessar form- legu hugmyndir mínar sem eg gríp um leið og þær svífa um loftið“. „Nú var Jónasi Emiliusi nóg boðið, enda sagði hann ekki neitt orð eftir þetta. Það var engum blöðum um það

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.