Jólagjöfin - 24.12.1917, Blaðsíða 39

Jólagjöfin - 24.12.1917, Blaðsíða 39
JÓLAGJÖFIN 37 Það var því ekki furða, þótt þau væru öll glöð, þetta kvöld. Þau voru búin að borða — og búin að ganga kringum jólatréð, og það var nýbúið að afhenda jólagjafirnar. Húsfreyja var enn að sinna eldhússtörfum, en drengur- inn var að fást við gufuvél sem honum hafði verið gefin — sem hann var feikna glaður yfir, og faðir hans var að at- huga jólabréfin sem þeim höfðu borist. — Hann furðaði á því að búsbóndi lians hafði enga jóla-kveðju sent honum. Það var í fyrsta skifti sem það hafði komið fyrir, öll þau ár, sem hann hafði verið í þjónustu hans. — En vel gat kveðjan komið ennþá. Hann horfði á drenginn sinn og brosti ánægjulega að því hve hrifiun hann var af gjöfinni. „Jæja, Knútur litli, þykir þér gaman að vélinni þinni?“ Knútur hljóp til hans og settist á kné hans og sagði: „Já, pabbi minn, hún er fyrirtak, — eg er viss um að enginn á eins góðan pabba og eg“. „Pabbi þinn er slórsyndari — en guð hefir fyrirgefið honum, dreugur minn“. „Nei, pabbi minn, þú ert enginn stór-syndari, eins og hann Kristján gjaldkeri. Hann er syndari, — það sagði kennarinn okkur um daginn“. „Hvaða Kristján?" „Manstu ekki eftir honum? Manninum sem tók pen- ingana úr peniugaskápnum — sem lögreglan náði í. En hvað er þetta, pabbi, er þér að verða ilt?“ „Nei, það er ekkert, drengur minn. Farðu nú aftur að leika þér — farðu nú“. Þarna brá honum enn fyrir — eina skugganum sem skygt gat á hinn sólbjarta himin hans. 0, þessar endurminningar — þessi svarti blettur. Honum liafði þó verið leyft að gleyma því. Sá guð, sem svo náðarsamlega hafði fyrirgefið honum, og Ieitt hann út úr myrkrinu inn í ljósið, hann mundi einnig breiða yfir og hylja allar aíleiðingarnar. Þvi trúði hann ör- uggur, og hann hafði líka varpað öllu í djúp gleymskunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jólagjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.