Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 39

Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 39
JÓLAGJÖFIN 37 Það var því ekki furða, þótt þau væru öll glöð, þetta kvöld. Þau voru búin að borða — og búin að ganga kringum jólatréð, og það var nýbúið að afhenda jólagjafirnar. Húsfreyja var enn að sinna eldhússtörfum, en drengur- inn var að fást við gufuvél sem honum hafði verið gefin — sem hann var feikna glaður yfir, og faðir hans var að at- huga jólabréfin sem þeim höfðu borist. — Hann furðaði á því að búsbóndi lians hafði enga jóla-kveðju sent honum. Það var í fyrsta skifti sem það hafði komið fyrir, öll þau ár, sem hann hafði verið í þjónustu hans. — En vel gat kveðjan komið ennþá. Hann horfði á drenginn sinn og brosti ánægjulega að því hve hrifiun hann var af gjöfinni. „Jæja, Knútur litli, þykir þér gaman að vélinni þinni?“ Knútur hljóp til hans og settist á kné hans og sagði: „Já, pabbi minn, hún er fyrirtak, — eg er viss um að enginn á eins góðan pabba og eg“. „Pabbi þinn er slórsyndari — en guð hefir fyrirgefið honum, dreugur minn“. „Nei, pabbi minn, þú ert enginn stór-syndari, eins og hann Kristján gjaldkeri. Hann er syndari, — það sagði kennarinn okkur um daginn“. „Hvaða Kristján?" „Manstu ekki eftir honum? Manninum sem tók pen- ingana úr peniugaskápnum — sem lögreglan náði í. En hvað er þetta, pabbi, er þér að verða ilt?“ „Nei, það er ekkert, drengur minn. Farðu nú aftur að leika þér — farðu nú“. Þarna brá honum enn fyrir — eina skugganum sem skygt gat á hinn sólbjarta himin hans. 0, þessar endurminningar — þessi svarti blettur. Honum liafði þó verið leyft að gleyma því. Sá guð, sem svo náðarsamlega hafði fyrirgefið honum, og Ieitt hann út úr myrkrinu inn í ljósið, hann mundi einnig breiða yfir og hylja allar aíleiðingarnar. Þvi trúði hann ör- uggur, og hann hafði líka varpað öllu í djúp gleymskunnar.

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.