Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 41

Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 41
JÓLAGJÖFIN 39 Axel varð hálfórótt. Verzlunarmálefni á aðfangadagskvöld — það var kynlegt, — livað skyldi það eiga að þýða? Hann bauð gesti sínum vindil, setlist síðan andspænis honum og mælti: „Hvað eigið þér við, herra etatsráð?“ „Já, sjáið þér nö til, — eg er nú hálfgerður sérvitring- ur, — þeir eru víst til sem nefna mig svo, og vel get eg hugsað að þér séuð þeirrar skoðunar líka í kvöld. Erindið er sem sé það — já, eg hefi sérstakar ástæður til þess að jeggja eina spurningu fyrir yður í kvöld, — all einkennilega spurningu gæti eg sagt, — biðja yður að skýra mér frá nokkru, sem áríðandi er fyrir mig að vita?“ „Mér er sönn ánægja að því“, svaraði Axel, og var nú orðinn ekki lítið forvitinn — „ef eg þá get leyst úr spurn- ingunni“. „Já, þér getið það ef þér viljið“. „Þér vitið það, etatsráð, að tilmæli frá yður eru það sama og skipun“. „Nei, þetta er engin skipun, — aðeins spurning. — Sjáið þér til — mig langar til að biðja yður að segja mér ofurlítið um fortið yðar“. „Fortíð mína?“ Axel náfölnaði. Það var eins og ham- ingjusól hans gengi til viðar i einni svipan. „Já“, hélt Gerner áfram, án þess að hægt væri að sjá nokkuð í svip hans sem lýst gæti því, hvað hann hugsaði. „Eg þekki yður auðvilað — eins vel og unt er að þekkja mann sem maður hefir haft í þjónustu sinni í sex ár — í trúnaðarstöðu, og eg liygg eg þurfi ekki að endurtaka það, sem yður er fullkunnugt, að eg ber ótakmarkað traust til yðar. En þoð geta komið fyrir atvik, — ástæður sem gera það að verkum að manni ríður á því að þekkja manninn til hlítar. Með öðrum orðum þér gerðuð mér greiða með því að segja mér hreinskilnislega og afdráttarlaust æfisögu yðar. Auðvitað veit eg ekki, hvort þér berið svo mikið traust til mín, eða óskið þess að gera mig að trúnaðarmanni yðar, að þér viljið gera þelta. Eg endurtek það þess vegna, að þetta er ekki skipun, heldur vinsamleg bón“.

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.