Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 43
JÓLAGJÖI’IN
41
þetta traust sé bygt á óhagganlegum grundvelli, — geti stað-
ist. Áður en eg fer lengra vil eg þess vegna spyrja yður,
hvort þessi tilgáta mín sé rétt“.
„Því get eg vel svarað játandi, án þess að segja með
því nokkuð um aðalástæðuna til þrss að eg mælist til þessa
af yður“, svaraði Gerner.
„Eg ræð af þessu, að þér óskið þá aðeins að fá vitn-
eskju um, hvort ekki mundu vera einhver atvik í lífi mínu,
sem þannig væru löguð, að veikt gætu traust yðar til mín,
— ef þér vissuð um þau. Er það ekki svo?“
„Oldungis rétt“, svaraði Gerner.
Axel Krúse þagði stundarkorn og leit til konu sinnar —
horfði inn í stóru, skæru augun hennar, sem hann einu sinni
hafði lesið í örlög sjálfs sín, — augun sem voru honurn sem
opin bók. Nú las liann þetta í þeim: Axel segðu það alt!
— Og hann hélt áfram.
„Eg ælla þá að byrja á því, sem þungbærast er og
ógurlegast, því, sem eg hafði hugsað mér að eg mundi aldrei
segja neinum, nema einni manneskju. Eg ætla að segja það
eins og það er. Já, í lífi rnínu er atvik, sem veikt getur
traust yðar á mér, — já, sem gæti algerlega eyðilagt það“.
Gerner laut áfram og starði á verzlunarstjóra sinn, og
svipur hans bar þess ótvíræðan vott, að hann var ekki all-
litið undrandi. En hann sagði ekkert.
Axel drap höfði. Hann dró þungt andann — eins og
hann styndi við, og þessar stunur voru það eina, sem rauf
kveljandi þögnina i stofunni. Loks stundi hann upp þessum
orðum:
„Já, — eg segi það eins og það er — eg — hefi
verið — — glæpamaður!“
Kaupmaðurinn gamli kiptist við. Skjöldur hans var svo
ílekklaus sem frekast gat verið. Hann stökk á fætur, stað-
næmdist fyrir framan Axel, — og allir tilburðir hans og
svipurinn bar ótvíræðan vott hinnar mestu undrunar. Upp-
glent augun, þunnu, hlóðlausu varirnar, og hrukkótta ennið
— alt virtist hrópa:
„Hvað eruð þér að segja!“