Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 46
44
JÓLAGJÖFIIÍ
krónur og hvar átti eg að fá það sem á vantaði? Eg hafði
verið skamman tíma í New-York og þekti engan sem eg
gœti snúið mér til. Hver mundi vilja Iána ókunnum ungling
tvö þúsund krónur.
Félagar mínir í bankanum útveguðu mér átta hundruð
krónur. Og í neyð minni reyndi eg alt sem eg gat, — sneri
mér til manna, sem eg mundi annars hafa skammast min
fyrir að biðja um lán. Og mér var neitað á hverjum staðn-
um á fætur öðrum.
Loks rakst eg á Ianda einn, sem var fús á að lána
mér fé það sem upp á vantaði. Hann hafði það þó ekki
handbært, en kvaðst geta haft það til eftir 3—4 daga.
En eg gat ekki beðið. „Mannorð föður míns i veði!“ —
Þessi orð hljomuðu sífelt fyrir eyrum mér. Sársaukinn og
óttinn gerðu mig sturlaðan, svo að eg vissi varla hvað eg
gerði. Eg reikaði um göturnar sem ölvaður maður — og
braut heilann í sífellu. En hugsanirnar fóru sífelt sömu hring-
ferðina. Þær komu altaf aftur að þessu sama: elsku faðir
minn gjaldþrota og vanvirtur.
Mér varð reikað inn í bankann, inn á skrifstofu mina —
til þess eins að vera í næði ofurlitla stund“.
Axel þagnaði og leit framan i konu sína — það var
honum, sem þyrstum manni svalandi lind. Svo hélt hann
áfram:
„Eg skal segja yður, að til er djöfull. Það sannreyndi
eg þá. Og eg var vopnlaus, því að eg þekti ekki guð. Það
sem í mér var gott — alt það göfugasta og bezta i mér —
gat ekki verndað mig á þeirri ógurlegu stund.
Alt í einu var sem ör frá víti væri skotið í hjarta mjer,
— í ungri og hreinni sál minni vaknaði hugsun, ný og óþekt
áður, svo Ijót að eg nötraði allur við. Og þó svo djöfullega
freistandi að eg gat ekki varist henni.
Þarna — í skápnum eru peningarnir —sem frelsað geta
föður þinn frá vanvirðunni. Taktu þá, — að láni — aðeins
í 3—4 daga — þá kemst alt i samt lag aftur.
Eg sendi peningana.