Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 51

Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 51
JÓLAGJÖFIN 49 ÞaS var lengi dauSaþögn í stofunni, — djúp og hátíð- leg þögn. Kaupmaðurinn sat kyrr. En ef hjónin hefðu litið á hann, þá hefðu þau getað séð að hjarta hans var ekki svo harð- gert sem ytra útlit hans bar vott um, — þau mundu hafa séð harla óvenjulega sjón — tár, sem kom fram i augna- króknum og féll niður á hönd hans. Loks stóð hann upp og nam staðar við borðið fyrir framan þau, studdi sig við það með annari hendinni, en hélt hinni hendinni í vestis handveginn, — sem var venja hans, er hann talaði. Svo tók hann til niáls, — talaði rélega og með áherzlu, en málrómurinn var hjartanlegri en venjulega. „Axel Krúse! Það er af alveg sérstökum og óvenjuleg- um ástæðum, að eg lagði fyrir yður þessa kynlegu spurn- ingu i kvöld, — spurningu, sem annars mundi verða álitin nærgöngul. Og óstæðurnar eru þær, að eg ætlaði að færa yður kyn- lega jólagjöf — i stultu rnáli, að eg ætlaði að gera vður að meðeiganda mínurn í verzluninni. Eg er orðinn gamall. Á enga ertingja og verzlunin þarfnast ungra og nýrra krafta. Saga yðar hefir fengið mikið á mig. En hún hefir ekki breytt ákvörðun minni. Hjónin ætluðu að standa upp, en hann bandaði við þeim hendinni. „Nei, — leyfið mér að tala út. Astæðan til þess að hún hefir ekki haggað ákvörðun minni er sú, að frásögnin sann- færði mig um að óhapp yður hefir ekki haft áhrif á lyndiseink- unnir yðar, heldur var það aðeins hrösun. Traust milt á yður er ótakmarkað eftir sem áður — já, það hefir jafnvel vaxið. Hve mikinn þátt trú yðar hefir átt í þessu get eg ekki dæmt um. Eg skil ekki kristindóminn, en eg verð þó að játa, að mér hefir skilist það í kvöld, að í honum sé móttur fólginn. Að lokum verð eg að segja það, að það sem gerir mér svo létt fyrir að slá stryki yfir forlíð yðar, er það, að saga yðar minnir mig á fortíð sjálfs mín, og á mann, sem gerði mér mikinn, ómetanlegan greiða í æsku minni. Þegur eg nú jólagjöfin i. 4

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.