Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1952, Page 3

Freyr - 15.02.1952, Page 3
TILKYNNING frá félagsmálaráðuneytinu Vegna mikillar hættu, sem talin er á því að gin- og klaufaveiki geti borizt til landsins með fólki frá þeim liindum, þar sem veiki þessi geisar, svo og með farangri þess, hefir félagsmálaráðherrá ákveðið að fyrst um sinn verði hvorki bændum né öðrum atvinnurekendum x-eitt atvinnuleyfi fyrir erlendu starfsfólki nema sérstök, brýn nauðsyn krefji, og þá með því skilyrði að fylgt verði nákvæmlega öllum öryggisráðstöfunum, sem heilbrigðisyfirvöld setja af þessu tilefni. Akvörðun þessi nær einnig til skemmtiferðafólks og annarra, sem hingað koma til stuttrar dvalar, en hyggst að þeirri dvöl lokinni, að ráðast til atvinnu hér á lartdi. Utlendingum, sem hér dvelja nú við störf, verða af sömu ástæðum heldur ekki veitt ferðaleyfi til útlanda. Þá hafa og verið afturkölluð leyfi, sem veitt höfðu verið til fólksskipta við landbúnaðarstörf. Þetta tilkynnist hér með. Félagsmálaráðuneytíð, 16. febrúar 1952. -------------------------------—------------------------———-------—-------------------^ H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í fundarsalnum I húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1952 og hefst kl. 1% e. h. DAGSKRÁ: 1 Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1951 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og til- lögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhenlir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé- lagsins í Reykjavík, dagana 3.—5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Oskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 27. maí 1952. Reykjavík, 4. febrúar 1952. STJÓRNIN. ____________________

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.